þriðjudagur, september 10, 2002

Ég er búin að finna lækningu við matareitrun

Málið er að ég borðaði Sóma samloku í dag með baunasalati í vinnunni. Og ég hélt að það væri mitt síðasta því að ég fékk svo heiftarlega í magan eftirá. Ég var alveg viss um að ég væri með matareitrun. Ég hafði það þó út vinnudaginn GEGN LÆKNISRÁÐI (þ.e. Önnu) en ég átti sensagt að vera að vinna til 18:30. En svo kl ca. 18:15 þá Hringir Bensi í mig og tilkynnir mér það að það stendur til heima að panta Pizzu frá Pizza hut (e-ð tilboð í gangi). "Matareitrunin" Hvarf eins og skot og ég svaraði: Ég ætla að fá Americano :-þ