Eftir að Kata Mæja er farin að hóta því að vísa þeim á dyr sem ekki eru nógu duglegir að blogga þá þori ég ekki annað en að koma hérna niður svo og svo nokkrum línum um hið helsta, í þáliðinni tíð. Það er nátturlega bara búið að vera geðveiki að vanda... Minna að gera fyrri part dags en þá freistast maður aðeins til að sofa út og ekkert minna að gera fyrir vikið. Ég er nátturlega í kvöldskólanum á fullu, er að fara að skila e-rri vinnubók núna á mánudaginn í lífeðlisfræðinni. ég er ekkert farin að hafa áhyggjur af henni ennþá í ljósi þess hvað marður er búin að vera duglegur á önninni. Smá fínpússingar eftir og þá er það komið. Svo er ég búin að vera í fullt af prófum. lægsta einkunn sem ég hef fengið er 7,3 og hún er langt fyrir þeðan NÆST lægstu einkunnina. Tók skyndihjálpina með trompi en er ekki búin að fá útúr henni. Ég veit að ég rúllaði henni upp. Svo núna í seinustu viku þá tók ég sálræna skyndihjálp og gekk mjög vel, góður kennari og hafði gaman af. Gerði mig að PÍNU fífli. Svo vill til að mamma þekkir þá sem var að kanna mér og ég var e-ð að tala við hana í síman í e-u hléinu og hún spurði mig hvað hún héti... ÞAÐ mundi ég ekkert og spurði manneskjuna við hliðiná mér hvað kennarinn heitir án þess að taka eftir því að hún stóð fyrir aftan mig. Hitnaði pínu í framan :S Já... Ég er auli sem læri ekki nöfnin á þeim sem skipta ekki máli... eða þannig sko. Var alveg miður mín.
Alex er eitthvað sjúskuð þessa dagana. Hún er með e-ð framan á brjóstkassanum, þykkildi eða e-ð. Ég fór með hana til dýralæknis og hún segir mér að þetta sé ekkert!!! Soldið móðguð sko. En hún þarf að fara í aðgerð núna 18. mars út af kviðslitinu og þau ætla að taka mynd af brjóstkassanum fyrir mig í leiðinni. "Til vonar og vara". Vonar og vara mæ es! Það ER e-ð þarna! Hún fann bara e-ð pínu og hélt kannski að þetta væri bara áverki. Þetta kann að hljóma undarlega en það er pínu léttir. Áverkar batna. ég var farin að ýminda mér meinvörp og e-ð þaðan af verra. Þetta er þjónusta sem er því miður ekki greidd niður af ríkinu þannig að aðgerðin kostar 15.000 krónur, með myndatökunni. Og ég sem er búin að lofa Svanhvíti að koma með henni til Köben. Jæja... peningamál... Borgar sig ekki að ergja sig á þeim.
Annars þá er kötturinn minn ekki sá eini sem er sjúskaður. Eigandinn er ekki mikið skárri. Ég fór til læknis á föstudaginn. Og á þess að segja of mikið (og þið sem vitið um hvað ég er að tala, ekkert vera að tala um það) þá er þetta sársaukafull meðferð sem fellst í notkun leisigeisla. Ég var á barmi móðusýkiskasts þega meðferðin var hálfnuð. Það fór einn geisli í gegnum kjálkan á mér og ég get svarið það, ég finn ennþá bragðið af fyllingunni sem ég er með í hægri jaxlinum. Svo fór einn geislinn í gegnum hjartað og sveimérþá velti því fyrir mér hvort að þetta sé öruggt. En hvað um það, Pointið er að þetta er viðbjóðslega sárt og ég verð að reyna að veiða mér inn vorkunnarstig með því að auglýsa þetta hérna.
Heyrðu, Ég og Alex erum ekki þær einu sem eru sjúskaðar nú til dags (þetta er farið að verða eins og tíu litlir negrastrákar) Hún ANNA er að fara í aðgerðina núna á þriðjudaginn... Sko NÆSTA þriðjudag!!!! OMG!!! :S Hún tekur þessu með jafnaðargeði en ég er að verða að einni taugahrúgu hérna. Skil ekki hvernig hún getur verið svona róleg. Sérstaklega í ljósi þess að það virðist ekki hafa verið að ganga nógu vel hjá þeim sam hafa farið í þessa aðgerð á undan henni! Anna, bæniir og baráttukveðjur!!! Ég var að reyna að hringja í þig áðan, af hverju svararu ekki? Hvað ertu að gera? Og af hverju ertu ekki á msn?! piff! :p
Sjuskedesjusk....