þriðjudagur, september 16, 2008

Skólalíf

Eins ágætt og það er að vera heima á Vezer Utca þá eyði ég mestum tíma í skólanum. Ólíkt Háskóla Íslands sem hefur engan áhuga á því hvað nemendur yfir höfuð taka sér fyrir hendur, þá er mætingarskylda í þennan skóla (sem er ágætt í mínu tilfelli, annars myndi ég sennilega ekki mæta). Þegar mætingarskyldunni lýkur þá er ferðinni heitið um í T byggingu (Theoratical building) þar sem samviskusemin nær yfirhöndinni og það er lært fram í rauðan dauðan. T byggingin er svona týbísk kommúnistabygging úr steinsteypu og er á u.þ.b 3000 hæðum (eða þannig). Yfirleitt lærum við á ganginum góða (eða a jó elöszoba). Þar má tala saman og því er svolítið mikið skvaldur þar yfirleitt. Annars þá eru seminar herbergi innaf ganginum góða fyrir þá sem fá sig fullsadda af skvaldri en annars þá þjóna eyrnatapparnir alltaf sínum tilgangi. Fleiri læriaðstöðu möguleikar eru líka í boði á bókasafninu á life science building eða á bókasafninu í Kossuth (aðalbyggingunni). Ekkert nema gott um það að segja, það má ekki tala saman þar en ókosturinn er sá að opnunartíminn er ekki eins rúmur eins og í T (þar er opið til 23).

Eins og margir hafa heyrt mig kvarta undan þá er veðrið ekki búið að leika við okkur. Við erum búin að húka hérna í steikjandi hita að reyna að læra og gera allt sem við þurfum að gera. Það var því kærkominn skítakuldi og rignin sem er búin að vera þessa vikuna. Þetta þýðir að ég þarf ekki lengur að fara í sturtu tvisvar á dag og elsku mosquitó flugurnar eru nánast allar dauðar (æ hvað ég á eftir að sakna þeirra). Ég kom heim úr tesco eitt rigningarkvöldið (sbr bónus á Íslandi) og þegar ég kom að tröppunum heima þá sat froskur í makindum sínum í einni tröppunni. Han n var ekkert feiminn heldur, kippti sér ekkert upp við það þegar ég var eitthvað að pota í hann og síðan þá jánkaði hann bara þegar ég bað hann um að hinkra aðeins á meðan ég hlypi upp og næði í myndavélina. Ég er ekki frá því að hann hafi brosað þegar ég tók myndina.



Síðan þegar ég kom heim í kvöld þá var hann hérna ennþá. Ég held að núna þá eigi hann heima í garðinum mínum. Eins og venja er þá fá allir nýjir íbúar nafn (við högum átt nokkra geitunga sem hafa fengið nafnið Gunnar og Steve svo einhvað sé nefnt og síðan er Kári alltaf vinsælt nafn á köngulær). Það er nátturlega bara við hæfi að nýi íbúinn heiti Kermit.

Góðar stundir.

1 Ummæli:

Þann 12:02 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

bið að heilsa Kermit..... Svo máttu alveg senda mér myndir í tölvupósti.(af þér líka)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim