laugardagur, desember 27, 2003

Jæja...


Ætli maður byrji ekki á að reyna að koma með afsakannir fyrir þessari óafsakanlegu bið sem hefur orðið á færslum hjá mér. Ég er gersamlega búin að bregðast mínum dygga aðdáendahópi (sem samanstendur af Kötu Mæju og Önnu pönnu). Afsökun númer eitt væri sjálfsagt prófin... Þau voru flestöll létt, öll nema anatómían... Ég vona bara að ég hafi náð henni... Ég var nú reyndar að fara yfir þetta í huganum um daginn þar sem ég var að vega og meta möguleika mína á að ná í gegn. Ég hef hingað til haldið því fram að ég eigi jafn mikinn möguleika og hver annar... En Ég uppgötvaði það tveim vikum fyrir próf að ég var búin að vinna of mikið með skólanum á önninni... Ég var síðan að flytja í prófunum þar sem bækurnar mínar týndust í flutningunum ásamt skriffærunum mínum. Bækurnar komu svo seinna í ljós en skriffærin eru enn ófundin... Ég fann einn "nr2 blýant" með pínulitlu strokleðri á öðrum endanum sem ég notaði í gegnum öll prófin (ef blýið hefði brottnað þá hefði ég verið í slæmum málum)...Svo var ýmislegt annað, hafði enga aðstöðu til að læra...Amma fór í aðgerð og var síðan hjá okkur og það fór nánast allur tíminn í hana....Ég held að mér sé óhætt að halda fram að Ég eigi EKKI jafnan möguleka og hver annar :(
Ekki ber þó svo að skilja að ég sé eitthvað að gráta það... Ég lærði heilmikið á önninni og mæti bara tvíefld næsta haust =)

Snjótittlingar í útrýmingarhættu


Aðallega bara búið að vera spennufall eftir prófin með tilheyrandi þunglyndi og veseni... REYNDAR alveg MERKILEGT hvað ég var ekkert kvíðin í prófunum. Ég var svo vel undir þau búin (öll nema anatómíuna). Ég fór á jólatónleka í Langholtskirkju þar sem voru tveir kórar þ.e. hefðbundin og síðan barnakór ásamt frægum söngvurum og hörpu og alles...Ég alveg klökknaði yfir sumum lögunum, Geri reyndar mikið af því (OK Kata og Anna ekkert vera að fara með þetta neitt lengra) en það er eins og sum lög snerti alveg mínar dýpstu rætur sem hefur síðan lífeðlislega svörun... Reyndar er þetta alltaf það nett hjá mér að það tekur engin eftir því þannig að það er ekki eins og ég sé með "sín" eða neitt þ.u.l. Hrafndís og Donata tóku ekki eftir neinu (þær fóru sko með mér á tónleikana).
Um jólin er ég síðan búin að snúa sólahringnum við að því undanskyldu þegar ég neyðist stundum til þess að fara á fætur og elta helvítis köttin sem er farinn að koma inn með fugl á hverjum degi. Snjótittlingar eru semsagt í útrýmingarhættu á Álftarnesinu. Annar hef ég bara flakkað á milli tölvunnar og sjónvarpsins og farið nokkru sinnum á rúntinn með Bensa og Hjalta, án þess að það sé neitt skemmtilegt í Reykjavík...eiginlega bara bensíneyðsla. Við mældum reyndar [til gamans] að það eru nákvæmlega 15,5 km fyrir mig að keyra að heiman í vinnuna. Búin að hafa það nokkuð gott, enda þarf maður orðið ekki mikið til...Hlakka ekkert sérstaklega til áramótanna. Ef þau verða eitthvað eins og þarseinast þá undirstrika þau bara mína félagslegu einangrun (seinast var ég sko á Akureyri og það var æðislegt). ÞARSeinast þá fórum við í mat til Ingu og Gunna, borðuðum, horfðum á skaupið og skutum upp. Svo var fullorðna fólkið með partý...Unga fólkið fór eitthvað að gera e-ð en fólk á "mínum aldri" fóru öll eitthvert annað í partý og svo niðrí bæ. Ég fór heim og sat í sófanum heima frá ca 1 og uppúr... Gaman það... Það horfir í að þessi áramót verði svipuð. Allavega er enginn búin að bjóða mér í partý eða neitt, reyndar mun engin sem ég þekki HALDA partý :p þannig að það er kannski skýringin... Ég ætti kannski bara að halda partý (í nýja húsinu þeirra mömmu og pabba (as if)).
Það var rosalega notalegt seinustu jól. Þá var ég á Akureyri og þar var ég með fólki (including you Kata) þar sem það er ekkert stress. OK reyndar komum við aldrei heim fyrir kl 6 um morgunin en það voru samt allt saman notalegar stundir. Svona náinn hópur. Þótt Sævar taki spilinn of alverlega þegar við erum að spila (Ég meina sko, maður má ekki svindla einu sinni eða tvisvar og þá verður hann bara fúll (sumt fólk!)). Kata var einmitt að kvarta undan því um daginn að við kæmum ekki norður. ég svaraði því samviskusamlega að við vorum að kaupa okkur hús fyrir 23 millur og ættum ekki peninga fyrir bensíni :p

** Til hamingju Nína**


Að lokum við ég óska Nínu vinkonu Innilega til hamingju með að vera loksins búin með BA ritgerðina sína. Hún ber heitið Sex, Short-Circuits and the Supernatural:A Feminist Critique of Piers Anthony’s The Apprentice Adept. Ég er reyndar ekki enn búin að lesa hana, enda 34 síður og við erum ekki búin að finna prentarann okkar (ég treysti mér ekki í slíka lestningu í gegnum tölvuskjá) en mun vinda mér í verkið um leið og úr því verður bætt, er búin að glugga aðeins í hana og hlakka til að lesa hana. Aftur innilega til hamingju Nína mín! Ég hlakka til að hitta þig á þriðjudaginn þar sem við ætlum að borða saman og fara síðan á Lord of the rings =) Hm.. Reyndar... Það EINA sem ég hlakka til þessi jólin :p En það er þó hellingur =)

Annars þá vitna ég bara í hann Tomma litla og segi: Guð blessi okkur öll!!

=)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim