mánudagur, febrúar 02, 2004

Til Hamingju með daginn Anna


Fyrsta mál á dagskrá: ANNA SNILLINGUR!!!! Bjargaði blogginu mínu (aftur) Ég ætlaði að fara að laga e-ð fyrir neðan eeeeen... æji fokkitt... ekkert mekilegt, missið ekki af neinu.
Næsta mál á dagskrá: Til hamingju með Afmælið Anna!!!!! Sko....Ég er búin að taka þriðjudaginn frá fyrir þig en ég á að mæta í próf 19:30 þannig að það verður annað hvort að vera fyrir það eða eftir 9 :p (hm.... Svo er ég að fara í LOL próf á morgunn, ætti kannski að fara að læra undir það... neeeeeh.... Seinna) Annars þá er ég líka laus á fimmtudaginn... Er HELD ég búin að lofa mivikudeginum í annað en ef þú getur ekki hitt mig á fimmtudaginn þá get ég bara svikið miðvikudags apointmentið og hitt þig (æji það er bara bíóferð eða e-ð).... Verðum í bandi :D

Judge Edd


Það er skemmst frá því að segja að Ég er akkúratt núna að tala við Edda á msn.... Hann situr í leðurstólnum sínum fyrir framan sjónvarpið að horfa á the Superbowl, með lappirnar uppi á öðrum stól, lappan í kjöltunni og sjónvarpsfjarstýringuna við hliðiná sér...Semsagt, karlahimnaríki. Oh...hann... Annars þá kemur það þessu máli ekkert við... Ég veit bara að fyrir utan að geta ekki skrifað samhljóða með kommu á lappan sinn, þá getur hann heldur ekki komist á netið akkúratt núna.... Þess vegna sagði ég honum að mig langaði til að skrifa til hans s.s eina sonnettu eða svo á bloggið .... Hm... já einmitt

Helv pakk sem ég bý með


Æji bara.... Hér sit ég inni í herbergi og er að læra. Og þá eru þau búin að bjóða fullt af gestum í heimsókn og ekkert verið að láta mig vita eða neitt (gæti farið í sturtu og svona...) Klukkan 14:30 koma gestirnir (og ég enn að læra) Og ég heyri þau segja öllum að ég sé sofandi!!! Ég meina... OK Þau skammast sín fyrir mig og vilja ekki að ég hitti gestina... eða öllu heldur að gestirnir sjái mig! Og btw, þá meiga þau alveg halda að ég sé sofandi.... En ég þoli þetta ekki! Þegar búið er að segja gestunum þetta þá ætla ég sko ekki að koma fram og segja: Ég er sko vakandi sko.... Kemur andskotan ekki til greina! Og ég er að segja sko.... Það eru ófáir sunnudaga þar sem ég hef hangið inni í herbergi af því að mig langar ekki fram v.þ.a. þá berst talið alltaf að því hvort ég hafi verið sofandi eða ekki! Ég meina, HVURN andskotan kemur það þessu fólki við? Ég SEF þegar mér SÝNIST!
Talandi um Svefn... Þá gat ég semsagt ekki lært heima á tímabili v.þ.a. "það var svo mikill háfaði í lyklaborðinu". OK þá VEIT maður að maður er ekki velkomin inná þetta heimili.... Þegar það er farið að finna að og kvarta undan ÖLLU sem maður gerir og ef það er ekkert til að kvarta undan þá er bara farið og FUNDIÐ eitthvað. Af hverju var ekki kvartað undan lyklaborðinu þegar Bensi er í tölvunni?! Ég meina....Hver getur staðið undi því að fólk ætlast til að maður sé fullkomin og er bara í því að FINNA eitthvað að manni? HVER?! HVERNIG?! DJÖFULLINN!!!!!!

Gjafaglósur


OK eitt af áramótaheitunum mínum í ár var að hætta að vera sjálfselsk tík. Ég gaf alls 3 jólagjafir í ár! (ég veit ég veit....þegar ég er búin að skrifa þetta ætla ég að taka skömm mína og skríða undir kodda) Málið er að ÉG á andskotan EINGAN pening! 40% vinna hjá borginni (Símareikningur og bensín og búið). En héðan í frá ætla ég ekki að láta það aftra mér í að gefa almennilegar gjafir...Héðan í frá, þegar fólk býður mér í afmæli eða eitthvað, þá ætla ég að gefa því gjafir (þannig að ef þú átt afmæli eða eitthvað, ekki bjóða mér)... Nei án spaugs... Í hverjum mánuði þá kaupi ég mér eitthvað.... T.d. bók eða DVD mynd... Ég er ekkert of góð til að sleppa því og eyða þessum umframkrónum mínum í að gleðja aðra á afmælisdaginn =) Sælla er að gefa en þyggja.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim