miðvikudagur, júlí 14, 2004

Kongens Köben

Ekki hafa áhyggjur, það verður einn dagur settur sem póstkortadagur þannig að þið heyrið frá mér. Svo var ég að spá í að kíkja kannski á netkaffihús og blogga kannski e-ð pínu þannig að við verðum alltaf í bandi (Þú og Ég). Búin að lofa að hafa augun opin fyrir leikjum fyrir Önnu, Vanntar ÞIG e-ð?
Annars er að frétta að ég er tiltölulega núkomin heim af ættarmóti... Gama fyrir utan ofölvun og læti að vanda (nefni engin nöfn) Var sjálf ekki barnanna best á föstudeginum en þar vil ég kenna um 100 mg af koffínátín og Önnu P. (löng saga). Því sem af var af mótinu eyddi ég í að passa lítil börn (v.þ.a. foreldrar þeirra nenntu því ekki).
En Það ber kannski hæst að nefna Metallica tónleikana... Tvö orð: Tær unaður! Núna skiptir það ekki lengur máli þótt ég deyji á morgunn því að ég hef upplifað allt sem ég ætlaði mér.

1 Ummæli:

Þann 5:03 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

top [url=http://www.001casino.com/]001casino.com[/url] hinder the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]casino online[/url] autonomous no deposit bonus at the foremost [url=http://www.baywatchcasino.com/]casino online
[/url].

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim