þriðjudagur, ágúst 20, 2002

Skvvvo.... Alda Hanna er alltaf að skamma mig fyrir að koma ekki með nýjar færslur. En svo þegar ég skrifa eitthvað og ýti á 'post & publish' takkan, þá gerist ekki neitt. Sennsagt, ekki mér að kenna. Farið í mál við blogger.

Ok ég hef alltaf verið að tala um það að ég sé í leiðinlegustu vinnu í Öllum heiminum, þ.e. 118. Ég meina, það gerist ekki einhæfara eða heiladauðara. En svo varð á vegi mínum einn leigubílstjóri uppi í perlu sem svona eiginlega fékk mig til að skipta um skoðun. Sagan er stutt og laggóð. Ég, Húni og Bensi þurftum að fara í hraðbanka. Við vissum að einum uppi í perlu (sem síðan reyndist ekki vera en hvað um það) og við skutluðumst þangað. Í ljósi þess að þetta var kl. 22.30 á mánudagskveldi voru tveir leigubílar í þessum 17 leigubílastæðum sem eru við perluna. Í ljósi þess að ekki miklar líkur bentu til þess að nokkurt notagildi væri með hinum stæðunum þá ákvað ég að leggja mitt af mörkum og taka eitt þeirra, þótt ekki nema væri bara til að halda því þurru í rigningunni.
Það runnu þó á mig tvær grímur þegar einn leigbílstjórinn byrjaði að roðna og reita hár sér og skipaði mér að færa mig, því að ég væri fyrir honum. Þegar ég bennti honum á að bíllinn hans gæti einfaldlega beygt framhjá mér ef hann myndi snúa stýrinu (þessu kringlótta fyrir framan ökumanninn) þá hélt ég að maðurinn yrði ekki eldri. Því lét ég málið kyrrt lyggja og gerði ekkert frekar í málinu nema færa bílinn (setti hann út á miðja götuna til þess að vera ekki fyrir neinum, þar sem umræddur leigubílstjóri ætlaði greinilega að keyra á STÆÐUNUM). En ég stóðst ekki mátið og spurði hann hvort hann væri á túr og við það blánaði hann, skreið inní bíl og ég heyrði ekki frá honum framar.
First fannst mér þetta nokkuð undarlegt og eiginlega áleit þennan mann takmörkuðum gáfum gæddur í ljósi þess að hann gat æst sig svo mikið yfir svo litlum hlut. En svo fór ég að pæla. Aumingja maðurinn HEFUR ekkert betra að gera en að áreita saklausa borgara til einskis í ljósi þess að það var ekki hræða á ferli og ekki miklar líkur á að hann myndi nokkurn tíman fá eitthvað að gera umrætt kvöld. Ég meina, er til eitthvað aumkunnarverðara?! Aumingja blessaður maðurinn að vera í svona leiðinlegri, einmannalegri vinnu frá degi til dags. Ég veit að ef líf mitt væri svona innatómt og gagnslaust, þá væri ég líka bitur og reiður, gamall kall (þótt ég sé kona). Það er því alveg rétt sem spekingar vorrar þjóðar halda fram, Sumu fólki er bara vorkun fyrir að vera það sjálft :þ

Guð blessi Dabba kóng og 118 =)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim