mánudagur, maí 19, 2003

Batman.is - afþreyjingarvefur eða 5 flokks klámbúlla?
Btw, ef einhver getur sagt mér hvernig í helv....maður stafar afþreyjing/afþreyging/afþreiging....þá væri það vel þegið
OK, nú langar mig soldið til að tjá mig um batman og tilveruna. Ég hef tekið eftir því að batman er orðin talsvert vinsælli en tilveran og langar mig aðeins til að greina ástæður þess. Í grófum dráttum er þetta sami vefurinn. Þ.e. samansafn af akkúratt tilgangslausu drasli (sem ég er ekki að gagnrýna í ljósi þess hvað mér finnst tilgangsleysi mikilvægur þáttur í lífinu (nú var ég næstum búin að segja tilverunni :þ )) En hverjar eru síðan ástæðurnar fyrir þessum gífurlegu fylgisbreytingum? Já það er nú s.s. ekkert dularfullt við það. Auðvitað dettur einhverjum strax í hug að tilveran er komin með þess óþolandi popupp glugga á hvern link sem óneitanlega hefur mikið að segja. En þó er helsta ástæðan sú að tilveran er náttla bara samansafn af drasli með klámi inn á milli en batman er ekkert nema samansafn af klámi með e-u drasli inn á milli. Það er í raun reiginmunur þarna á því að það selur ekkert jafnmikið í þessum heimi í dag og einmitt klám (og megrunarvörur). Þess vegna er tilvalið að setja eins mikið af klámi á vefinn þinn og þú mögulega finnur ef þú vilt að hann verði mikið sóttur. En athugaðu, að það segir ekkert um hvort það sé eitthvað varið í hann...eða þig...eins og tilfellið er með batman.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim