miðvikudagur, júlí 28, 2004

Bömmer ársins

 
Hei já, komin heim í bili. Er að taka uppúr einni tösku og setja í aðra. Búin að kaupa "hressingu" í fríhöfninni og mun kaupa restina í eyjum (ef heimild leyfir) :s Er búin að pakka regnfötunnum þannig að þau verða neðst í töskunni (gaman) en á eftir allt hitt. Spurning um að drífa í þessu og tjilla síðan bara í kvöld með liðinu.
En hei... Ætti ég að fara á bílnum mínum út í Þorlákshöfn. uhm.. nei ég get það ekki. smá bömmer hérna sko. Fór með einn bíllykilinn út og týndi honum þar (sko.. í Köben) sem væri allt í lagi ef gamla settið hefði ekki týnt hinum lyklunum hérna heima. Ég á semsagt einn bíl en engan lykil! uhm... Vanntar einhvern Toyotu Corollu (árg 97)? Fæst fyrir slikk, reyndar ákveðnir fylgihlutir sem ... fylgja ekki með. Og þetta er ekkert lítið vandamál heldur sko. Þetta voru hvort tveggja bíllyklar á fjarstýringu af þjófavörninni og samlæsingunni. ÞANNIG AÐ.... Ég þarf að redda mér einhvern vegin nýjum lykli, eða nýjum sviss eða bara whatever OG nýrri þjófavörn því að þjófavörnin er ónýt! Oh... Vesen að eiga bíl, ANDSK!
Ojæja... Ég er farin til Eyja! Heyrumst á þriðjudaginn :p

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim