þriðjudagur, júlí 27, 2004

Seinasti dagurinn
 
Þá er ferðin hingað til Danaveldis á enda :'( Þess verður sárt saknað. Þetta eru nátturlega bara snilldar gestgjafar sem við höfum verið hjá og hafa þeir þökk fyrir (reyndar í bókstaflegri merkingu þegar við fórum í dag og keyptum handa væna flösku af bailes). Núna er bara verið að undirbúa seinustu kvöldmáltíðina og á morgunn förum við í flugvélina.
Btw, ég er búin að lofa fullt af fólki að norðan að tjalda í garðinum heima áður en við skellum okkur til eyja (ekki á morgunn heldur hinn!!!) Væri einhver til í að segja mömmu og pabba frá því áður en ég kem heim svo að þau geti fengið smá tíma til að jafna sig? Ég yrði voða þakklát :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim