þriðjudagur, september 28, 2004

Handklæði til leigu


Já gott fólk.. Samkvæmt hefðinni þá fór ég í sund á sunnudaginn. Þegar þangað var komið, kom í ljós að ég hafði gleymt að pakka handklæði. OK.. Ekkert stress kemur fyrir á bestu bæjum. Spyr með minni elskulegu kurteisu rödd hvort ekki sé hægt að fá lánað handklæði. Ok, geri mér grein fyrir því að það kostar að þvo þau og svona og var tilbúin að láta af hendi væga greiðslu (og þá meina ég 50 -100 kr.- ) nei nei.... það hefur sennilega verið fyrir óðaverðbólguna á 9. áratug síðustu aldar (í hvaða heimi lifi ég?) 240 íslenskar krónur TAKK FYRIR!!!!! Ég átti erfitt með að leyna áfallinu sem ég varð fyrir (svo ekki sé minnst á hið fjárhagslega tjón) og þrátt fyrir að ég reyndi að sýna skilning.. sagði voða elskuleg: "ojæja það kostar að þvo þetta og svona" OG "þetta er ódýrara en fyrir mig að keyra heim og ná í handklæði"... blebíblebíble.... Tilfellið er þó þannig að hennar sögn, að ástæðan fyrir þessu gífurlega verði er það að fólk skilar þeim svo sjaldan. Ég svaraði um hæl að ástæðan fyrir því var sú að miðað við verðlag og annað, þá héldi fólk að það væri að KAUPA helvítis handklæðin...

Klásus syndrome og próffokk


Já því er ekki að leyna að ég hef verið heldur upptekin á dögunum í skólanum. Hef ég þar lært ýmislegt. Ber þar hæst að nefna tvö ný hugtök. Hið fyrra er klásus syndrome sem lýsir sér þannig að þeir [fáu] sem komast í gegnum klásusinn byrja ekki að læra á vorönninni fyrr en einhvern tíman í apríl... sem síðan leiðir af sér síðara hugtakið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim