laugardagur, júlí 06, 2002

Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þetta high class ljóð hérna neðst á síðunni eru EKKI mín skrif. Bekkjabróðir frænku minnar samdi það í 7. bekk (að ég held). Og þegar ég segji 7. bekk þá meina ég þegar ÉG var í 7.bekk fyrir 100 árum síðan. Það er sennsagt komið til ára sinna. En fyrst ég er að velta mér uppúr annara manna skrifum þá þykir nátturlega við hæfi að setja hér eina litla stöku sem Bensi Víðis, frændi minn á Akureyri samdi einhvern tíman og las það fyrir mig á ættarmóti fyrir ári síðan.

Ljóð - Hinn blái litur

Blár er himinn,
blár er sjór,
blá eru 65,3% af íslenska fánanum.


(Höf: Benedikt Víðisson)



Það hefur nátturlega alltaf verið sagt um hann Bensa frænda og er því ekki á hann logið, að hann er snillingur.

föstudagur, júlí 05, 2002

Ok Núna þegar ég er búin að fatta hvernig þetta helvítis drasl virkar (barely), þá get ég nú loksins farið að baula einhverju af viti út úr mér. Ekki það að ég hafi neitt af viti að segja en ég get þó allavega baulað því útúr mér. Það skiptir annars engu máli því að ég veit að það mun engin lesa þessa vitleysu nema ég ... -og kannski Alda Hanna en ojæja.

Hérna, Eitthvað til að toppa daginn:


Hvaða teiknimyndavondukall ert ÞÚ?