sunnudagur, júlí 13, 2003

YES!!!



Hún Nína vinkona er "opin fyrir þeirri hugmynd" að fara á 2fast2furious á þriðjudaginn. Ég veit ekki alveg hvort að það hafi verið útaf samviskubiti yfir einhverju sem ég skrifaði um daginn á bloggið eða bara til að lostna við nöldrið í mér, en gildir einu ;) Sigur fyrir mig ;)

Og btw, Takk aftur Anna fyrir að vesenast enn og aftur í blogginu mínu =) Ég veit sveimérþá ekki hvernig það liti út án þín :)

That being said....



Ég er eiginlega komin í dálitla siðferðislega klemmu. Hún mamma keypti alveg ótrúlega flott strauborð um daginn. Þá er ég að meina, við þurfum aldrei aftur að fara með neitt í fatahreinsun. Sagan á bakvið það er sennsagt sú að Kata frænka og, gott ef það hafi ekki verið hún Anna P. eða einhver sem áttu svona borð. Það var nátturlega ekki að spyrja að viðbrögðum Báru. Hún fór og keypti sér eitt. Reyndar er það e-ð sem hún hefði aldrei gert ef gamla straujárnið hefði hætt að virka á dularfullan hátt. En hún er [sem betur fer] ekkert að spá í ÞAÐ og er búin að tæma hvern fataskápinn á fætur öðrum og pressa allt sem í þeim er (ég bíð eftir að það komi að mínum) ;) og ég veit hreint ekki hvað hún ætlar að gera þegar hún er búin að pressa allt á heimilinu. Kannski fara til nágrannans að fá fleiri föt, aldrei að vita hvað þessum kvenmanni dettur í hug. OK ég get verið sammála lesendum í því að þetta er alveg á mörkunum að vera frásögu færandi. Málið er bara að ég hef ekki þorað að segja henni það hingað til að það var Alex sem hrinti gamla straujárninu niður af frystiskápnum (sama dag og hún sleit í sundur sturtuhausinn inni á baði). Ég tók upp straujárnið og setti það aftur uppá frystiskáp og lét mig hverfa. Baðinu lokaði ég eftir að hafa máð út öll ummerki eftir köttinn. OK ég á örugglega eftir að segja þeim frá því e-n daginn að þetta var kötturinn minn. Bara ekki strax, best að bíða í smástund. Ég nefninlega braut keramik eldavélina þeirra um daginn og hef ákveðið að það sé ekki við hæfi að ég sé valdur á stórtjóni inni á þessu heimili aftur í bráð.....í bráð :þ Það reyndar gekk illa að reyna að láta lítið fyrir sér fara núna í fyrradag þegar ég kveikti í eildavélinni (sem ég var búin að brjóta). Ég ætlaði að fara að steikja mér pylsur og setti pönnuna sem pabbi var að nota á eina hellu og kveikti síðan undir annari hellu. Það vildi svo til að á þeirri hellu lá steikarspaðinn og var ekkert nema svartur, illa lyktandi pollur þegar ég loksins uppgötvaði hver kyns var. Pabbi var reyndar inni í eldhúsi líka og hann setti bara hljóðan. Ég get svarið það, það hefði verið betra ef hann hefði sagt eitthvað, það hefði ekki verið svona creepy. ewwww. Ok, miðað við tjónið sem ég hef valdið heima uppá síðkastið þá skil ég ósköp vel að þau skuli vera farin að halda að ég sé vísvitandi smám saman að reyna að eyðileggja heimili þeirra. Og ég er ekki bara að tala um það sem ég taldi upp hérna að framan. Ég er að tala um ALLT sem ég hef gert á þessu ári, öll glös og diskar, postulín styttur sem ég hef brotið og hin mörgu blóm sem ég hef drepið. Þið verðið bara að trúa mér þegar ég segji að þetta er ekki viljandi. Og ef ég segji mömmu og pabba strax frá strauboltanum og sturtuhausnum þá munu þau pottþétt halda að ég sé í herför gegn þeim. Og þá verða þau sár. Þannig að Það er FYRIR ÞAU sem ég segji þeim ekki frá þessu strax. Já það er einmitt málið. Geri þetta allt fyrir ÞAU =) Þannig að Hrafndís og Kata, þar sem að þið eruð þær einu sem nokkurn tíman lesa bloggið mitt, þá ætla ég að biðja ykkur PLEASE ekki segja neitt (btw, Hrafndís, Kötturinn þinn dafnar vel eins og þú heyrir).

*Grill disaster*



Stutt og laggott. Nágranni minn hefur verið að grilla í kvöld. Þá er ég að tala um að þetta er eitthvað ekki alveg að virka hjá honum. Reykurinn og brælan er þvílík að við erum búin að loka öllum gluggum og dyrum. Það var hreinlega ekki líft hér inni (og örugglega ekki niðri heldur) Ég var að segja við mömmu áðan að við gætum sennilega tekið eitt af teppunum sem við eigum og sent reykjarmerki (ef við kynnum það). Æji greyjin, það er greinilega fjölskilduboð niðri og einhverjir sem eru allir af vilja gerðir en ekki alveg með kunnáttuna í lagi settir í að elda. Og það besta við þetta allt saman er að það standa einhverjir þrír gaurar í kringum grillið í reikhafinu og þeir eru allir með regnhlíf svo að mesti reykurinn verði alveg örugglega í andlitinu á þeim. Nokkuð góð afþreyjing fyrir okkur að fylgjast með þessu (úr hæfilegri fjarlægð). ;)

Að lokum, Vill einhver Plííííííís segja mér urlið að blogginu hennar Ingunnar. Ég man það aldrei og ég er svo hrædd um að ég sé að missa af einhverju. Ég man að það var eitthvað superrolla.blogspot.com eða eitthvað álíka en veit það bara ekki nákvæmlega. SOS hérna. Og svo nátturlega að vera ekki feimin við að skrifa í gestaskrudduna =) (er að safna af færslum sko).