Það er helst í fréttum Þann daginn að hann Eddi er kominn með blogg (Þótt fyrr hefði verið) og er hann kominn á blogglistan minn. Þar kemur hann ýmislegu á framfæri og sér til þess að við erum öll aðeins nær Akureyri, sama hvar á landinu við erum. En á þessu bloggi sínu ætlar hann að koma fram skoðun sinni á lífinu og tilverunni og fræða okkur um ýmsa hluti (hverjir þeir eru fylgdi ekki sögunni). Hins vegar þa skrifaði hann Ansi Svæsna hluti um mig á vinir og vandamenn listanum sínum og í tilefni af því samdi ég lítið ljóð til hans:
Roses are red, Violets are blue
Breyttu þessu tíkin þín!
Hann Bensi heldur því fram að hann sé apahæna... Uhm.. ok :| Annars þá er tilgangur þessara skrifa um hann að hann er líka komin með nýtt blogg (þetta er eitthvað sem er að ganga) en þetta er semsagt önnur tillraun hans. Hver man ekki eftir snúðinum? Hann er víst munaðarlaus núna.
Á þessu nýa bloggi fræðir hann okkur um nytsamlega hluti eins og t.d. hvað bananar eru af hinu góða og að Alex sé með greindarvísitölu á við tré. Ábendingum mínum um að alex geti ekki ljóstillífað og sé þess vegna ekki jafn fróð og tré er enn ósvarað af hálfu Bensa. Engu að síður hef ég ákveðið að veita honum þann heiður að setja hann á blogglistan minn. Til hamingju Bensi!
Í ljósi þess að Bloggið hennar Sigurrósar Lilju hefur ekki breyst svo mánuðum (ef ekki árum) skiptir, hefur hún fyrirgert rétti sínum til a vera á mínum virta blogglista.
Já ég hef tekið þá ákvörðun að leifa Sigrúnu og Ara að vera hér inni þessum merka lista. Svona allavega í bili, annars þá hafa þau ósköp lítið bloggað síðan þau stofnuðu bloggin sín og reglan er yfirleitt sú að þá detta menn ut. En hei! Klíkuskapurinn sko.... Hann kemur manni langt :p Annars þá eru þau líka með heimasðuur sem ég skelli bara hérna... Er ekkert að troða þeim á neinn lista enda er ég held ég ekki með neinn slíkan fyrir persónulegar heimasíður (að minni eigin undanskilinn kannski).
Loksins búin að koma öllu svona frá.... þá getum við loksins snúið okkur að einhverju skemmtilegu. Þar ber kannski hæst (eða sko nýjast... man ekki svo langt aftur í tíman) að ég fór á Reykjalund í dag og sótti Önnu vinkonu - Hún útskrifuð í bili :D Velkomin heim Anna =) Við áttum þarna góðan eftirmiðdag þar sem við skruppum á subway, sóttum tölvuna hennar, eyðilögðum bílinn minn og fórum svo heim í stofu og spjölluðum smá... kósí móment það. annars þá er ég Geðveikt sjúskuð núna... Er ekki búin að fara í sturtu eftir vinnu í dag, ekkert lært og ekkert sofið í þessari viku... Ætti kannski að fara að gera eitthvað... mmmmmmmmmmmnjaaahseinna... :p
Torfi Fyrir að NENNA ekki (andskotinn hafi hann) að hjálpa mér og Önnu þegar bíllinn minn varð rafmagnslaus niðri í skipholti í dag. Þvert á móti þá lét hann mig eyða mörgum mörgum krónum í símreikning á meðan ég sat og hlustaði á Torfa og Andra hlæja sig máttlausa á hinni línunni. Þetta er nú alveg óafsakanleg hegðun og ég er hætt við að gefa honum afmælisgjöf (sem ég btw sagði honum að hefði orðið playstation 2 (as if)). Hah... Gott á hann.
í öðru sæti væri þá Eddi fyrir að skrifa um mig á bloggið sitt: Þetta er kona sem segist vera ung stúlka og lætur mikið bull út úr sér. Ég er alvarlega að spá í að fara á mál við hann og krefjast miskabóta fyrir meiðyrði (Ég meina sko... HVENÆR hélt ég því fram að ég væri ung ha? HVENÆR???? piff...)
Þriðja sætið myndi verma ungt fagurt og fitt fljóð að nafni Ingunn fyrir að fara í ræktina í staðin fyrir að hjálpa ætiingjum í nauð.... Skamm Ingunn! :þ
Að svo mæltu er ég að spá í að láta mig hverfa. Munið bara að kvitta í gestabókina áður en þið farið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim