fimmtudagur, mars 05, 2009

Á lífi (án spaugs)

Ég ákvað að nota tækifærið og blóka aðeins í tilefni að því að ég er að upploda nýjum myndum. Það er nátturlega bara það sama og alltaf. Of mikið að gera (reyndar svo mikið að ég má ekkert vera að því að skrifa um það).
Það helsta er e.t.v. það að ég er flutt frá Vezér Utca yfir á Hatvani Istvan. Það er miklu nær skólanum og í alla staði betri kostur fyrir mig (sjá: myndir).

Annars er það að frétta af mér í skólanum að ég er nátturlega með allt niðrum mig eins og vennjulega, hugsanlega eitthvað tengt því að ég eyði alltof miklum tíma í djamm, hang og að hoppa eins og skopparabolti fram og til baka á milli Budapest og Debrecen. Það stendur til að fara að velja annan hvorn staðinn og vera þar. Ég veit bara ekki alveg hvorn.

Jæja.... Búið í dag. Lifið heil.

þriðjudagur, september 16, 2008

Skólalíf

Eins ágætt og það er að vera heima á Vezer Utca þá eyði ég mestum tíma í skólanum. Ólíkt Háskóla Íslands sem hefur engan áhuga á því hvað nemendur yfir höfuð taka sér fyrir hendur, þá er mætingarskylda í þennan skóla (sem er ágætt í mínu tilfelli, annars myndi ég sennilega ekki mæta). Þegar mætingarskyldunni lýkur þá er ferðinni heitið um í T byggingu (Theoratical building) þar sem samviskusemin nær yfirhöndinni og það er lært fram í rauðan dauðan. T byggingin er svona týbísk kommúnistabygging úr steinsteypu og er á u.þ.b 3000 hæðum (eða þannig). Yfirleitt lærum við á ganginum góða (eða a jó elöszoba). Þar má tala saman og því er svolítið mikið skvaldur þar yfirleitt. Annars þá eru seminar herbergi innaf ganginum góða fyrir þá sem fá sig fullsadda af skvaldri en annars þá þjóna eyrnatapparnir alltaf sínum tilgangi. Fleiri læriaðstöðu möguleikar eru líka í boði á bókasafninu á life science building eða á bókasafninu í Kossuth (aðalbyggingunni). Ekkert nema gott um það að segja, það má ekki tala saman þar en ókosturinn er sá að opnunartíminn er ekki eins rúmur eins og í T (þar er opið til 23).

Eins og margir hafa heyrt mig kvarta undan þá er veðrið ekki búið að leika við okkur. Við erum búin að húka hérna í steikjandi hita að reyna að læra og gera allt sem við þurfum að gera. Það var því kærkominn skítakuldi og rignin sem er búin að vera þessa vikuna. Þetta þýðir að ég þarf ekki lengur að fara í sturtu tvisvar á dag og elsku mosquitó flugurnar eru nánast allar dauðar (æ hvað ég á eftir að sakna þeirra). Ég kom heim úr tesco eitt rigningarkvöldið (sbr bónus á Íslandi) og þegar ég kom að tröppunum heima þá sat froskur í makindum sínum í einni tröppunni. Han n var ekkert feiminn heldur, kippti sér ekkert upp við það þegar ég var eitthvað að pota í hann og síðan þá jánkaði hann bara þegar ég bað hann um að hinkra aðeins á meðan ég hlypi upp og næði í myndavélina. Ég er ekki frá því að hann hafi brosað þegar ég tók myndina.Síðan þegar ég kom heim í kvöld þá var hann hérna ennþá. Ég held að núna þá eigi hann heima í garðinum mínum. Eins og venja er þá fá allir nýjir íbúar nafn (við högum átt nokkra geitunga sem hafa fengið nafnið Gunnar og Steve svo einhvað sé nefnt og síðan er Kári alltaf vinsælt nafn á köngulær). Það er nátturlega bara við hæfi að nýi íbúinn heiti Kermit.

Góðar stundir.

föstudagur, september 12, 2008

Lífið í Ungó

Það gekk svona ágætlega að koma sér fyrir. Ég massaði crash coarch-ið í ungversku á einhvern óskiljanlegan hátt (fékk 5 sem er það sama og 9-10 uppá íslenska mátan). Ég er orðin rétt mellufær í ungversku og vona að þetta dugi til þess að koma manni af stað í náminu.

Fyrsta ferðin til Budapest (fyrir utan þegar við lenntum) var ágæt. Versluðum aðallega og sátum á pöbbum (og fórum útað borða). Það er skemmst frá því að segja að ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að gista á eacy hotel um helgina. Kom uppá hótel eftir e-ð pöbbarölt kl 2 um nóttina og fór í sturtu. Nema hvað herbergið er ekki mikið stærra en rúmið og baðherbergið (tek það fram að nóttin kostar 2500 íslenskar). En málið með baðherbergið er samt það að til þess að fara inná bað þá er ein trappa upp. SEm væri allt í lagi ef hurðin væri einangruð. Klósettið er nefninlega ekki mikið stærra en klósettin í flugvélum (eacy hótel er í eigu eacy jet) og sturtan beinist að hurðinni. Þegar ég skellti mér í sturtu þá tók ég nú eftir því en mér datt ekki íhug annað en hurðin væri einangruð. Þannig að... Þegar ég stíg útúr sturtunni og útaf baðherberginu þá stíg ég í lítið stöðuvatn sem nær yfir allt herbergisgólfið. Þar sem það voru einungis 2 handklæði þá fór næsti klukkutíminn í að þurka gólfið (með því að vinda handklæðið alltaf ofaní sturtubotninn, ca 45 ferðir... Nakin!). Mjög gaman.
En jæja, dagurinn hafði verið langur og ég, orðin gersamlega örmagna legst útaf í rúmið guðslifandi fegin að geta loksins farið að sofa. Nema hvað... Ég var ekki búin að liggja í 5 mínútur þegar brunakerfið fer í gang. Og ég á fætur aftur, klæði mig þannig að ég er svona semi kristileg til fara (Hei.... Eldur, gott fólk, eldur!) og hleyp (ásamt öllum á hæðinni) að stigaganginum og býst til að bjarga lífi og limum úr þeirri vá sem bar að. Nema hvað.... Einhverjir afskaplega sniðugir verkfræðingar settu mótor í stigaganginn, sennilega til að reykræsta til þess að greiða leið flóttafólks bæri eld að. Þar sem að eacy er lággjaldaflugfélag þá hefur þeim dottið í hug að nota einhver afgangs flugvélahreyfil sem reykræstibúnað með tilheyrandi dómsdagslátum og flottheitum. Þannig að... Þegar við tókum okkur öll saman, þá tókst okkur að opna dyrnar að stigaganginum með herkjum. En þar sem að okkur mætti flugvélamótor þá eiginlega snerum við við, það voru allir að hugsa það sama: Það er kannski kveiknað í en þangað fer ég ekki! Þar sem ég er heilsteyptur og ábyrgur einstaklingur (og ekki síst eldhræddur) þá hafði ég nú byrjað á því að kynna mér ALLAR útgönguleiðir á hæðinni til þess að vera örugg um að komast lífs af ef eitthvað kæmi uppá. Þannig að þegar hinir hótelgestirnir lögðu árar í bát og álitu sem svo að dagar sínir væru taldir þá kom mín sko til bjargar... Fagmennskan uppmáluð segji ég hughreistandi en ákveðið: There is another way out! Upp hófust þvílík hlaup þvert yfir hæðina þar sem ég leiddi þennan fríða hóp sálna til frelsis (gott ef ég hafi ekki séð álíka atriði í die hard um daginn). Nema hvað... Á leiðinni þá kom starfsmaður hótelsins til okkar og tilkynnti okkur það að þetta hefði allt saman verið false alarm. Um hefði verið að ræða vatnsgufu frá sturtu á einu herberginu á hæðinni, herbergi 4.8 (herberginu mínu!)

Ég fór til Budapest með Ágústi og Ólínu seinustu helgi. Við tókum lestina kl 6 um morguninn (sem hefði verið ok ef það hevði ekki verið partý heima kvöldið áður). Ágúst og Ólína voru nebbla að fara í dagsferð, en ég helgarferð.
Þegar í Budapest var komið þá var byrjað á því að fá sér morgunmat á burger king (að sjálfsögðu) og síðan var skroppið uppá eacy hotel til þess að vekja Begga sem hafði verið þar um nóttina (veit ekki af hverju, var búin að segja honum að þetta er hótel sem er ekki 2500 króna virði). En eníveis... Við löbbuðum út um alla pest í 35 stiga hita. Sáum margt rosalega merkilegt (sem ég nenni ekki að fara nánar útí) og margt alveg rosalega frægt (sem ég man ekki hvað heitir). Við m.a. uppgötvuðum það að þegar ungverjar tala um heitt súkkulaði þá meina þeir HEITT SÚKKULAÐI! Og ekki spyrja af hverju við vorum að fá okkur heitt súkkulaði í þessum hita. Nb þá var ég orðin svo þyrst og uppgefin að ég lét hópinn föngulega gera samkomulag uppá það að næsta kaffihús sem við sægjum, það færum við inná. Þar sem allir hinir voru að ganga í sama hita og ég þá var það samþykkt. Nema hvað... Þegar við erum búin að ganga í ca 10 mín þá sjáum við kaffihús sem heitir hinu einfalda nafni Paris Budapest café. Hljómar ekki illa. Við skundum þangað inn. Það runnu pínulítið á okkur tvær grímur þegar á móti okkur tóku þjónar sem voru klæddir upp eins og flugfreyjur og vísuðu okkur til sætis. Síðan þá töluðu þeir líka nokkuð góða ensku sem er ekki normið í Ungverjalandi nema síður sé. Síðan fáum við drykkjarseðilinn... og dýrasta vatnið sem var hægt að fá kostaði ca 22.000 forintur (ca 11000 íslenskar krónur) 75 cl. En hei! það var útsýni yfir Lanchíd (fyrir þá sem vita hvað það er) og bæði Beggi og Ágúst stálu tautuskum af baðinu sem þeir vilja meina að hafi verið í kaupbæti (já, gott fólk, það voru ekki einnota þurrkur, það voru einnota tautuskur!). Mér var tjáð að næst þegar ég fengi hugmynd... þá væri svarið NEI!

Seinnipart dags fóru Ágúst og Ólína heim. Ég og Beggi fórum útað borða þar sem í raun var um kveðjuhóf að ræða því Beggi var að fara til Íslands og ég sé hann ekki næstu mánuði. Ég var orðin svo þreytt þegar þangað var komið að ég náði varla að njóta matarins. Borðaði og fór heim að sofa. Já, svo gisti ég hjá konu sem heitir Nelly og býr í Buda. Ég hef ekki orðið svoa þreytt síðan í New York í Maí. Ég meina.... maður leggst á rúmið og nær ekki að setja á sig sængina af því að maður sofnaði.

Daginn eftir fóru ég og Beggi á Bodies sýninguna sem var þá stgaðsett í Budapest. Ágætis sýning s.s. en kennski ekkert mikið að sjá fyrir mig né Begga. Þetta voru lík. Ekkert nýtt. Það var sagt að sýningin tæki 60 - 90 mínútur. Við fórum í gegn á 35. Það áhugaverðasta á sýningunni voru reyndar lungu úr manni sem hafði dáið úr tuberculosis (berklum). Það var geðveikt kúl. Síðan voru líka lungu úr reykingarmanni sem hafði dáið úr lungnacanser (og síðan var ruslatunna þar við hliðiná sem var full af ókláruðum sígarettupökkum sem fólk hafði hent frá sér. Það var geðveikt fyndið líka.

Ferðin heim var fín. Náði að lesa aðeins fyrir biostatistics í lestinni. Það er gaman í Budapest en það er líka gott að koma heim. Seinasta daginn var ég reyndar sokkalaus í strigaskónum mínum. Gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég fór úr þeim að ég hafði fengið blöðru á ristina. Skildi ekki í því, klæjaði eitthvað og var að klóra mér... og klóraði af mér blöðruna... Ááááái! Uppskar þetta líka fallega sár.


...jæja nú nenni ég ekki meir í bili. En btw, Jú Mæja mín ég fékk sendinguna frá þér. Takk fyrir ;)

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Allt í góðu
Jæja. Hérna er blókið góða sem ég lofaði. Ég breytti útlitinu aðeins. Ég held að hitt útlitið hafi verið frá árinu 2000 þannig að það var víst kominn tími til. Svo ég rifji nú umm hvernig blókari ég var í denn þá byst ég við að ég þori ekki að lofa því að hér fari fram neinar maraþonblókeríngar. En þetta verður notað til sönnunar um að ég sé lifandi. Ég við biðja fólk afsökunar á því hvað ég hef lítið haft samband heim. Ég er búin að vera pæínulítið óvervelmed hérna eins og gengur og gerist. Íbúðin og umhverfið er fínt og allt það en þetta er samt búin að vera heljarinar vinna að koma sér fyrir (ofan á allt annað). En til að sum it up þá gekk allt í heildina vel og mér líður vel. Blóka kannski meira um díteilin seinnaEr ekki enn komin með mýtt númer og hringi til ykkar sem ég lofaði að hringja til um leið og ég get (þið vitið hver þið eruð ;) ) Eins og margir eru búnir að uppgötva þá er ég er ennþá með gamla númerið mitt ef þið þurfið endilega að ná á mér.

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

þriðjudagur, september 19, 2006

Aðeins að breyta lúkkinu hérna... Geri kannski e-ð meira á næstunni. Varla að maður gangi svo langt að blóka eða neitt þ.u.l. Þá er ég ekki að meina að það sé engu frá að segja, heldur þvert á móti... Það er frá SVO miklu að segja að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Og leysi það vandamál með því að byrja yfir höfuð ekki ;)

Ok... Nú veit ég vel að ég er búin að fyrirgera rétti mínum til alls áhorfs. Ég myndi segja að það skipti ekki máli... en ef það væri satt þá sæti ég núna og væri að skrifa í dagbók en ekki vera að pósta hérna á netið. Ég veit ekki ... Fékk allt í einu e-a undarlega þörf til að tjá mig án þess að hafa neitt að segja....

Furðulegt þetta líf

laugardagur, maí 20, 2006

OK sko.... Bara svo thid vitid thad... tha verda allar faerslurnar hedan med engum islenskum stofum. Aedislegt =)

Alla vega, Th'a hefur ekki mikid gerst og 'eg og Ella h'erna i algerri afsloppun. Bunar ad fara 'a gomlu godu staina sem enginn ma sleppa ef hann fer til Parisar s.s. Louvre, Effel turninn (nb i 20 m\s =) Thad var BARA gaman) Notre Dame, sigurbogann o.s.frv o.s.frv. (maetti halda ad vid vaeum t'uristar h'erna).

Allt gengid vel og allt thad. Nokkud h'alfvitahelldar samg''ongur h'erna. Ad visu buin ad ruglast einu sinni 'a vatni og vinediki.... en HEI... Thad gaeti verid verra... thetta gaeti hafa verid grillolia! En 'eg lifdi af thannig ad allt er gott.

Louvre var s'a unadslegi stadur sem 'eg 'atti von. F'orum fyrsta daginn (og vorum allan daginn). Til stendur ad fara aftur (og skoda hinn helminginn). Gleymdi m'er gersamlega 'i endurreisninni og vid t'okum mynd af m'onu lisu!!! (ef 'eg kem ekki heim aftur er 'eg 'i fronsku fangelsi). Annars th'a erum vid buin ad vera ansi osvifnar og tokum mynd inni i notre damme lika og vida thar sem thad ma ekki. Annars th'a eru frakkar ekki eins stifir 'a svona hluti eins og ordsporid sem fer af theim. Allir bara voda saetir og k'atir (thad er n'u s.s. ekki theim ad kenna ad their tali ekki ensku th'ott allir adrir finnst ad their aettu ad gera thad). Ad visu elti e-r gaur okkur thegar vid fl'udum undir tr'e thegar hann t'ok ad rigna 'a okkur. 'An thess ad fara n'anar 'ut 'i thad sem hann gerdi th'a endudu thessir fundir thannig ad 'eg gaf honum einn 'a hann (eins fast og 'eg gat!!!) og t'ok 'a sprettinn. Hann var BARA 'Ogedslegur og 'eg kaus rigninguna fregar.


OMG! Verd ad segja nokkur ord um ,,h'otelid'' sem vid erum 'a. Uhm... Ok Thad er l'elegt (svo ekki s'e meira sagt! Thad er hreint og med badi sem er vist thad sem skiptir m'ali en sem betur fer erum vid sama og ekkert herna.

Ekki 'oalgengt samtal sem vid hofum 'att sidan vid komum hefur verid eitthvad 'a th'a leidina:

Do you speak englis?
-No
Sprachen sie deutch?
-No
Hablan espaniol?
-No
Snakke du dansk? ('i sm'a pirradri t'on)
-No
TALARDU 'ISLENSKU?????? ('I sm'a MEIRA pirradri t'on)
-No....Fransoir?
-Andskotinn! ('i sm'a uppgjafart'on)

En annars th'a eru frakkar eru besta f'olk =)

Verd i bandi