mánudagur, júlí 15, 2002

OK Ég var að fatta það núna fyrir u.þ.b. 1 mínótu síðan að ég á blogg. Var annars búin að gleyma því. Allir eru farnir úr bænum og ég er búin að vera ein heima í allan dag að DEYJA úr einmannaleik :'(
Þá dettur mér allt í einu í hug að fara á netið. Kl.11 þegar það er komið fram yfir háttatíman hjá mér. Ekki seinna vænna en jæja. Ég og Alda Hanna tökum okkur tal saman og hún mynnir mig á bloggið mitt (and here I am). Málið er að u.þ.b allir sem ég þekki fóru úr bænum í dag til Akureyrar. Og ég þarf sennsagt að hanga hér áfram í rigningunni af því að ég þarf að vinna. Ekki það að ég sakanaði mikils ef ég yrði rekin fyrir að fara út á land þegar ég á að vera að vinna. Aðallega félagsskaparins. En sensagt í dag hef ég bara verið að reyna að fylla upp í mitt félagslega tómarúm með því að vera í símanum og horfa á Sound of Music.

Taladi um sound of music þá byrjuðu ég og Bensi að horfa á hana í gær. Við hlupum í bókstaflegri merkingu öskrandi frá skjánum. Öll þessi hamingja og allur þessi söngur fékk mig til þess að fá æluna upp í háls. Svo daginn eftir, eða sennsagt í dag þá ákvað ég nú að gefa henni tækifæri og klára hana. Þó aðallega af því að ég hafði ekkert betra að gera. Þrátt fyrir alla rómantíkina og sönginn og hamingjuna þá gat ég ekki hætt að bíða eftir því að þjóðverjar réðust inn í landið. Ég veit ekki af hverju :p Og í ljósi þess að heimilisfaðirinn var frekar þrjóskur, svona pólitískt-lega séð þá voru líkur á því að hann og öll hans fjölskylda myndu deyja löngum og kvalarfullum dauðdaga fyrir hendi nasista. Sennsagt, Happy ending =)

Svo af því að ég setti linkinn að blogginu hennar Öldu Hönnu hérna við hliðiná þá varð ég nátturlega að kíkja á hana og taka þetta fáránlega persónuleikapróf sem hún er alltaf með. Uppáhalds liturinn minn er blár. Þess vegna er ég...


What Natural Disaster are you? Take the quiz!