laugardagur, júlí 27, 2002

Er það bara ég, eða er kalt hérna inni?Take the Which Madonna Video Are You? QuizÉg er örugglega ein seinheppnasta manneskja sem um getur á Íslandi. Og þá er ég ekki bara að tala um fatapóker. Ó nei. Ég er í vinnunni núna og í seinustu kortér pásunni minni var ákveðið að skreppa í smá göngutúr. Í ljósi þess að það var sól og blíða var ég ekkert að hafa fyrir því að fara í flíspeysuna mína (sem ég var nógu hugvitssöm til að taka með mér í vinnuna ásamt húfu og trefli). Heldur þá fór mín bara út á bolnum þó ekki væri nema bara til að reyna að ná smá lit. Svo þegar ég var komin niðrá grensásveg þá byrjaði að rigna (en ekki hvað) og einmitt þegar það var alveg jafn langt fyrir mig að labba leiðina á enda eins og að snúa við :þ
Svo þegar ég loksins náði aftur til baka þá var eins og ég væri nýkomin úr sturtu og þar sem að sólin náði að brjótast fram u.þ.b. um sama leiti og ég steig inn úr dyrunum þá trúði mér nátturlega engin þegar ég sagði þeim að það hafði rignt. Ég meina, HVAÐ HÉLT FÓLK AÐ ÉG HAFÐI GERT?! FARIÐ Í SUND??!!!!!
...Heimsku hálfvitar