þriðjudagur, júní 10, 2003

Það er skemmst frá því að segja....

...eða þannig......að ég tók helgina rólega að vanda. Það stóð til að fara til Akureyrar á föstudeginum en þar sem allir voru uppgefnir á föstudeginum þá fórum við ekki fyrr en á Laugardeginum, sem gerði ekkert til af því að það var annar í hvítasunnu á mánudeginum (fyrir ykkur greyjin sem eruð í vaktavinnu þá þýðir það sennsagt frí, fyrir okkur hin). Ég sendi Svanhvíti og Elínu sms sem innihélt skilaboðin 'ég er á leiðinni'. Svo þegar ég kom í bæjinn þá var ég búin að heyra frá hvorugri þannig að ég sendi 'Ég er komin'. Ekkert svar. Þegar ég var farin að lesa dánarfregnir og jarðarfarir til að gá hvort þær væru nokkuð dauðar, þá höfðu þær báðar samband við mig, önnur fyrir sunnan (ætli við höfum mæst á leiðinni?) og hin að vinna. (Ég meinaða sko). Það var ekki mikið gert á laugardeginum. Pabbi hélt afmælilsveislu í Jötunfelli sem maður mætti náttla í (ókeypis máltíð) reyndar ásamt meira liði að sunnan (það þýðir sko ekkert að reyna að forða sér, þau finna mann alltaf) og það var afar glatt á hjalla allt kvöldið. Eftir það fóru Ég, Kata, Bensi Víðis og Egill á rúntinn. Fórum upp í sumarbústað, fengum okkur aðeins í "glas" og kjöftuðum við Grétar. Fórum síðan aftur á rúntinn og síðan uppá Efri Moldhauga (já gott fólk....þetta er nafn á sveitabæ rétt hjá Akureyri). Þar var margt um manninn (nokkuð) og við stöldruðum þar við í dágóðan hluta nætur og skemmtum okkur konunglega (þar sem Egill hélt uppi fjörinu). Eftir það fórum við svo aftur á rúntinn, aftur uppí sumarbústað og síðan niðrí Miðholt þar sem Ragnar og Sævar voru að horfa á DVD (greinilega mikið fjör hjá þeim). Þegar myndin var búin skuttlaði Sævar mér heim, ég skreið beint uppí rúm og steinsofnaði nánast með það sama. Ég hugsa að það hafi verið um sexleitið. á Sunnudeginum var síðan nóg um að vera. Ég vaknaði ekki fyrr en tólf og fór ekki frammúr fyrr en hálf eitt. Þannig að ég þurfti að drífa mig beint í sturtu og síðan í fyrri fermingarvesluna. Þar var hún Agnes frænka fermingarbarnið og ég hef aldrei nokkurn tíman séð jafn fallegt fermingarbarn. Kjóllinn sem hún var í var yndislegur og hárgreiðslan var hreint listaverk. Í seinni fermingarveislunni var ekki jafn mikið lagt uppúr hárgreiðslu fermingarbarnsins enda um hann Atla Víði að ræða. En veisluhöldin voru þvílík að það var engu líkara en að maður væri í jólaboði hjá Dabba kóng. Sólin skein það skært að ég held sveimérþá að ég hafi náð mér í lit...allavega öðru meginn af því að sólin kom á hærgi vangan á mér. Þegar boðið var til borðs þá færðist fjörið enn meira upp enda minnti veislusalurinn á efri hæð perlunnar. Maggi ruddist í röðina (að vanda) og Steini tók lagið við mikinn fögnuð nærstaddra. Þegar fólk var búið að borða fékk það sér köku, þ.e. nema við pólitísku vitleysingarnir sem álpuðumst til að byrja á Ísrael/Palestína umræðum og vorum fyrir löngu búin að gleyma stund og stað. Eftir þessa fermingarveislu fóru "við" í bíó (þegar ég tala um "okkur" þá er ég yfirleitt að meina mig, Ragnar, Sævar, Bensa, Bensa, Edda og Kötu) og síðan á rúntin (en ekki hvað). Eftir það fórum við niðrí Miðholt þar sem ég og Jenný áttum góða stund saman (alltof langt síðan það hefur gerst) en ég var fyrirfram búin að ákveða að fara snemma heim þarna um nóttina af því að við ætluðum að leggja af stað heim klukkan níu um morguninn til að losna við hvítasunnutraffíkina. Þannig að ég var komin heim um fjögur um nóttina og fór beint í rúmið eins og góðu börnin gera. Klukkan tíu á mánudagsmorgunn, ehemm..... (prik fyrir að reyna) vöknuðum við og lögðum af stað suður. Vorum komin heim um 3 leitið. Síðan sofnaði ég kl fjögur um daginn...vaknaði klukkan hálf níu....svona rétt temmilega til að skrópa í skólanum, horfði á Law & Order, sofnaði síðan aftur og svaf eins og engill þangað til í morgunn og fór hress, brosandi og endurnærð í vinnuna =) Hm....Var þetta ekki falleg saga :þ

Hljómsveitin IndegaSko....Þegar hljómsveitin Indega (sem Egill er í) verður fræg, þá ætlar Egill ekki að þykjast ekki þekkja okkur Andra lengur...Hvað aðra varðar....þá fylgdi það ekki sögunni. En nei, þvert á móti. Hann er búinn að lofa okkur VIP passa á hverja tónleika og að sjálfssögðu ætlum ég og Andri að mæta á hverja tónleika (as if) =) En hann Egill er alltaf jafn sætur í sér og Indega er hljómsveit sem á pottþétt eftir að meika það. Við höfum verið að hlusta á demo diskinn þeirra. Þetta er tónlist sem er mjög í anda Korn [og cranberries í einu laginu ;) ] enda segir Egill að Korn sé sú hljómsveit sem hefur "inspired" þá mest. Þegar maður heyrir í Indega þá heyrir maður það strax. Söngvarinn er líka argasta snilld. Til að vita hvað ég meina verður fólk bara að kaupa diskinn (ef þeir fá e-n tíman samning).


Klikkið hér til að lesa ykkur til um hin mörgu heiti sjálfsfróunnar (mjög fróðlegt).