Ég vil fyrir það fyrsta koma á frammfæri að kötturinn Hans Ragnars er EKKI feitur. Það er Blíða sem er feit en það er kötturinn hennar Kötu. Þannig að Ragnar og Sævar! Givit a rest!
Já gott fólk! Ég held að kötturinn minn sé farinn að flytja inn flær. =( Allavega þá er ég öll úti í einhverjum bitum (gæti nátturlega bara verið af silfurskottuböðunum sem ég tek reglulega í vinnunni (líf mitt er ekki svo skemmtilegt þessa stundina)) :þ En ég sennsagt fór út í apótek og keypti mentólkrem og svo átti mamma hýdrókortisón sem "makes wonder" en samt... ég held að apótekin nýti sér það, að þegar fólk kaupir sér mentólkrem þá er ástæðan oft ansi slæm og fólk myndi gefa annan handlegginn fyrir glasið. Allavega þá borgaði ég hátt í 800 krónur fyrir 95 g. Talandi um rán. Reyndar er kenningin mín að "ráðamönnum þessarar þjóðar" líta á veika og aldraða sem bagga á þjóðinni og eru markvist að reyna að "losna við" þennan óæskilega þjóðfélagshóp með því að halda frá þeim peningum og selja síðan lyf á uppsprengdu verði. Það er víst eitthvað svo óvinsælt þessa dagana að taka þetta fólk og setja í gasklefa (þótt óneitanlega væri það ódýrara). En nú er ég reyndar komin aðeins út fyrir efnið. Málið er sennsagt að mamma er ekki sammála því að ég sé með flær. Hún segir að ég sé hysterísk. En hvað þykjast hjúkrunarfræðingar s.s. vita um útbrodd á fólki :þ ???
Ég veit sveimér þá ekki hvort er verra! Ég sennsagt gerði eins og allir löghlýðnu samviskusömu borgarar þessa þjóðfélags. Eyddi hluta af tveimur kvöldum í röð við að gera skattskýrsluna mína (tók soldinn tíma af því að ég átti svo mikið af verðbréfum á árinu 2002 og það er pínu vesen að troða því inní skattskýrsluna). En allavega. Hvað ég borgaði mikinn skatt mánaðalega á árinu 2002 og hversu VEL ég gerði skattskýrsluna skiptir engu máli núna vegna þess að einhverra hluta vegna skilaði hún sér ekki til ríkisskattstjóra. Ég er sennsagt í DJÚPUM Sxxx.... ég fékk rukkun uppá mörg HUNDRUÐ ÞÚSUND íslenskar krónur. Aumingja ég =( Allavega, þá ætla ég að fara eftir verslunarmannahelgi og gá hvort einhverju er hægt að redda. Ef ekki þá bara óheppin ég. En æjæja...Þetta eru jú bara peningar og þótt óneitanlega að þetta sé mikið tjón, þá ætla ég ekki að láta þetta draga mig niður. Eins og ég segji, peningar eru ekki þess virði að vera í bömmer yfir. Fysti 50.000 kallinn verður sennilega dreginn af mér á morgunn, og svo þarf ég að borga 60.000 krónur í tryggingar í þessum mánuði ásamt því sem ég þarf að fara með bílinn í skoðun og borga Torfa e-n pening sem ég skulda honum, Allt í allt 130.000 krónur og ég er ekki með svona mikið í kaup á mánuði :p Svo þar fyrir utan kemur það að þurfa að lifa, og kaupa bensín. Hm... OK ég er náttla bara útskrifuð úr stærðfræði 700 og eitthvað þannig að það er ekki hægt að segja að ég geti reiknað. En JAFNVEL ÉG sé að þetta reiknidæmi gengur ekki upp =( En ég hef nú samt engar áhyggjur. Ég er með fullt af góðu fólki í kringum mig (og ef allt klikkar, þá er ég í góðum banka) þannig að ég get fengið lán úr öllum áttum þangað til hremmingarnar eru yfirstaðnar. Þetta reddast =)
Já ég hef nú verið soldið bitur hingað til af því að ég hef ekki efni á því að fara neitt um verslunarmannahelgina (ég var sko á hausnum fyrir. En eftir að skatturinn bættist við er ég á kúpunni). En síðan, þegar ég fer að pæla í því...Hver er ÁSTÆÐAN fyrir því að ég er svona fátæk? Jú, Ég eyddi náttla dágóðum tíma þessa árs úti, sem nátturlega kostaði sitt og síðan var ég að veita mér þessar stórfínu (en rándýru) steríógræjur í bílinn, sem kostaði líka sitt. Þetta er ástæðan fyrir því að ég á engan pening núna. Og satt best að segja, þá er það kannski ekki svo mikil fórn fyrir allt þetta, ein verslunarmannahelgi. Ég hef aldrei áður á ævinni prófað að vera í bænum um verslunarmannahelgina. Kannski bara kominn tími til =) Annars þá ætla Kidda og Eddi að koma á morgunn og Eddi og Sævar buðu mér með sér í golf í Grímsnesinu þannig að þetta verður örugglega fínt. REYNDAR var mér líka boðið í partý á Akureyri þannig að ég myndi helst viljað vera klónuð, eða hefði einhverja tækni til ða vera á tveim stöðum í einu en svona er tilveran, maður fær ekki allt. Ég gerði tvær tilraunir til að komast norður. Annars vegar, tveir vinir hennar Meme vinkonu sem eru hérna í bænum á leiðinni norður. En þeir fóru í kvöld þannig að það gekk ekki. Svo eru Mæja og Gulli líka að fara en Mæja sagði mér að það "væri ekki pláss í bílnum" (bullshit) Bíllinn þeirra er stærri en herbergið mitt. Hvað ætla þau að taka með sér? Uppþvottavélina?!!!