...fær Ragnar. Hinn litli og netti köttur, Pési varð sennsagt fyrir bíl um daginn og lést af sárum sínum. Ég votta Ragnari og öðrum aðstandendum Pésa mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans sem við varðveitum innra með okkur þangað til við hittumst öll á ný.
...Ég lifi
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
mánudagur, ágúst 25, 2003
Já Ég Missti öll höld í bónus á föstudaginn. Keypti endalaust. Síðan á laugardagskvöldið elduðum við Iðunn tortillas...Og ég meina sko..Það var nátturlega kjöt. e-ð pínu en þetta var samt aðallega grænmeti. OMG! Hvað þetta var gott. Síðan drukkum við rauðvín með. Þegar við vorum orðnar mettar þá lögðumst við á meltuna (og fórum að drekka bjór (7,3% gírafi (menn vor orðnir ansi léttir þegar á leið))). Þegar við vorum búnar að sitja í smá stund og kjafta þá hringdi Torfi. Hann sennsagt var bara að hanga heima hjá sér að gera ekki neitt....og hann ætlaði reyndar að halda því áfram...bara heima hjá mér, og það var náttla ekkert mál. Og sakaði ekki að hafa dræver niðrí bæ ;) (Reyndar þá hafði ég orð á því hvað hann Torfi væri yndislegur og hann myndi alveg örugglega skutla okkur heim líka. Það var nú öðru nær, en hvað um það (er þetta þakklætið fyrir að hafa keypt 200 sjálfborandi skrúfur fyrir þig Torfi? HA?) :þ Eftir að vera búin að vekja Gulla (kl ca. 3:30) til að fá lykilinn að húsinu mínu eftir að Torfi hafði læst mig úti...á leiðinni út, var förinni sennsagt heitið niðrí bæ. Mér finnst nátturlega BARA aðdáunnarvert að ég skuli hafa fattað það á leiðinni út en ekki á leiðinni heim að ég væri læst úti. Ég dugleg :D Gulli var reyndar ekkert alltof ánægður með mig, en hei! Það er ekki eins og ég hafi ekki áður heimsótt hann um miðja nótt, ég meina, maðurinn ætti að vera orðinn vanur því (það á bara að gera ráð fyrir mér sko...). En þegar niðrí bæ var komið hennti Torfi okkur sennsagt út fyrir framan 22 og fór heim að sofa. Ég og Iðunn fórum inn (í boði Berglindar sem var að vinna) Það var nátturlega bara fanta mikið fjör þennan stutta tíma sem við stoppuðum við. Og OMG! Ég hitti Eddie gamlan skátaforingja. Við erum alltaf jafn miklir félagar og það var afar upplífgandi að hitta hann að vanda, enda ávallt fjallhress maðurinn (ok, mér sýnist þetta reyndar hafa verið ofstuðlað....en hvað um það). Þegar djammbensínið var búið var síðan aftur haldið heim á leið og kom það í hlut Dags, kærasta Iðunnar að skutla okkur heim, með smá select stoppi. Ég kom heim um sexleitið, en þurfti náttla að borða chicago town pepperoni pítsu og horfa á star trek, first contact áður en ég fór að sofa þannig að það var langt liðið fram á næsta dag þegar ég loksins skreið upp í rúm, eins og góðu börnin gera =)
Klukkan 3 næsta dag reif Ingibjörg kunningi mig á fætur og dró mig á samkomu. Það var ekkert mál að skella sér á samkomu, enda sunnudagar til sálbjargar og áttum við bara góða stund saman þarna seinnipartinn. Eftir það sátum við bara, drukkum te og spjölluðum um heima og geima alveg fram á kvöld og þá var komin tími til að skella sér í kvölmat til Bryndísar og Hauks. Ég var búin að lofa Ingibjörgu að ég skildi skella mér í göngutúr með henni kl. 6:30 um morguninn þannig að ég fór tiltölulega snemma heim, eða um 10 leitið til að REYNA að sofna. Það gekk nátturlega ansi illa eftir að hafa sofið langt fram á miðjan dag en ég komst ansi langt með Harry Potter ;)
Dagurinn í dag er sennsagt búinn að vera fljótur að líða (næstum því) áfallalaust. Hresstist mikið við að fara í göngutúr og á kaffihús fyrir vinnu. Eftir gönguna fórum við sennsagt á gráa köttinn, sem er eina kaffihúsið í bænum sem ég veit til að sé opið frá 7:00 á morgnanna (beint á móti þjóðleikhúsinu), kannski fyrir utan kaffivagninn niðrá Granda. Eftir vinnu þurfti ég síðan að skreppa niðrá Hlemm í myndatöku fyrir starfsskírteinið mitt (ekki seinna vænna eftir 5 mánuði í starfi) og í leiðinni lét ég taka passamynd af mér svo ég geti fengið annað ökuskírteini eftir að hinu var stolið í Kosovo (ekki seinna vænna eftir 1/2 ár án ökuskírteinis (OMG ég vona að ég lendi ekki í vandræðum)). Og þar sem ég var að öllu þessu, ákvað ég að láta keyra á mig í leiðinni, Altso, láta keyra á bílinn minn. Þetta var nú bara smá nudd og ekki mikið tjón en bitur reynsla kennir mér að gera ALLTAF skýrslu, sama hvað lítið tjónið er. Ég sagði honum að hann mætti endilega bara redda þessu ef hann þekkti einhvern sem gæti lagað þetta fyrir sig, en engu að síður vildi ég hafa skýrslu í höndunum ef hann stendur ekki við sitt. Hann skildi það vel og við fylltum samviskusamlega út skýrsluna og skildum í kærleika.
Og já...Fyrirsögnin af þessu öllu saman var víst hamingjan sem er ríkjandi hjá mér...Það voru sko orð að sönnu. Eins og áður sagði sleppti ég mér algerlega í bónus á föstudeginum og keypti meira en góðu hófi gegnir. Þar á meðal var Whiskas túnfiskskattarmatur handa minni heittelskuðu Lafði Alex en hún ELSKAR túnfisk en fær hann ansi sjaldan, enda kannski ekki hollasti kattarmaturinn. Og þegar ég kom heim í dag, fór í ískápinn og tók fram túnfiskinn þá varð hún SVO hamingjusöm að mér hreinlega vöknaði um augun. Hún mjálmaði svo glaðlega og það mátti heyra malið í henni fram í stofu, úr þvottahúsinu og hamingjan hreinlega skein frá henni. Það ættu allir dagar að vera eins og dagurinn í dag (öh....sko...fyrir utan tjónið á bílnum).