Sko! Ef ég hefði vitað að það fylgdi svona mikill lestur því að skrá sig í háskóla þá hefði ég nú eitthvað endurskoðað þessa ákvörðun mína. OK ég var nú s.s. búin að heyra að þetta yrði mikil vinna en OMG! Það hvarflaði ekki að mér að þetta yrði GEÐVEIKI! ég eyði liggur við allri minni vökustund í að lesa eitthvað. Og svo er ég líka farin að læra að lesa á fleiri stöðum en ég er vön t.d. Þegar ég fór til læknis í gær þá tók ég með mér lestrarefni til að lesa á biðstofunni (og rakst reyndar á annan hjúkrunarfræðinema sem sat í sömu biðstofu og ég og var að lesa efnafræðina). Svo er ég líka farin að lesa á klóstinu og þegar ég borða (samt ekki í einu). Er stundum með eitthvað í bílnum ef ég skildi lenda á ljósum. Annars þá er ég líka alltaf með diktafón við höndina og ef ske kynni að ég sé ekki að lesa og það er ágætt hljóð í kringum mig, þá hef ég kveikt á honum og hlusta á fyrirlestrana (aftur). Kennararnir eru misjafnir eins og svo oft áður. Reyndar allir nokkuð öfgafull dæmi úr nokkrum áttum. Einn alger engill! Veit hvað efnið er erfitt og hefur skilning með því en kennir samt mjög vel. Annar sem heldur að sólahringurinn hjá okkur sé 36 klukkustundir og setur fáránlega mikið (óraunsætt) fyrir. Fyrir utan kenslubókina sem við þurftum að kaupa þá þurftum við að kaupa e-ð sem hann hafði ljósritað (fyrir litlar 5.700 krónur) sem btw, er e-ð dæmi sem samanstendur af 2 og 1/2 punkta letri (og ég er ekki að grínast, ég nota stækkunargler þegar ég reyni að lesa það). Mig hefur nokkrum sinnum dreymt að ég sé að berja hann til bana með kenslubókinni sem vill svo til að er 'hard cover' ;) Síðan er líka einn "trúður" alveg nauðsynlegt að hafa s.s. einn svoleiðis á önn. Hann hefur greinilega gaman af því sem hann er að gera og gerir það skemmtilegt fyrir okkur hin líka. Hann hagar sér oft meira eins og skemmtikraftur en kennari, sem kemur ekki að sök v.þ.a. honum tekst samt að kenna hlutina mjög vel. Og að lokum Looserinn. Einn stundarkennari sem hefur aldrei kennt áður...Og ég hef þessar tvær vikur ekkert lært hjá honum. Hann talar mjög hægt og slettir mikið á ensku án þess að útskýra hvað það þýði sem hann er að tala um. Vitnar mikið í bókina og les uppúr henni (sem btw ég get alveg gert sjálf). Ég geri ekki ráð fyrir að læra mikið hjá þessum einstakling og verð því að treysta á bókina eingöngu. En maður hefur nú s.s fengið svona kennara áður og verður bara að taka því eins og öðru.
Annars verð ég að bæta við að þótt ég sé eingöngu búin að vera í þessum skóla í tæpar tvær vikur þá er ég búin að læra alveg ótrúlega mikið og er enn að bætast við. Þetta leggst nú bara vel í mig þessi hjúkrunarfræðifluga....