Metallica Metallica
Já þá er það orðið öruggt dömur mínar og herrar... Grunurinn hefur verið staðfestur og því getum við loksins farið að sofa rótt. Metallica er ekki lengur bara KANSKI á leiðinni... Heldur ERU þeir á leiðinni.. Já.. Þeir ERU á leiðinni :') Ég er SVO hamingjusöm. Líf mitt er fullkomnað. Metallica.. Hér æ komm! Þeir verða semsagt í Egilshöll 4. júl. Landsbyggðarfólk sem ég þarf að kaupa miða fyrir, látið mig vita í tíma! ÉG er strax komin í fílinginn! Komin með St. anger, garage og ALLA hina diskana á fullt. Lífið er yndislegt!!!
Þetta mynnir mig reyndar soldið á "my near death experience" á scooter tónleikunum seinasta sumar en æ fokkitt... Metallica tónleikar eru þess virði að deyja fyrir þá!
Partý
Það var semsagt Partý hérna í gærkveldi. ÉG stóð mig að sögn bara nokkuð vel sem þjónustupíka og dræver enda ekki vanþörf á miðað við magnið á "veitingunum" sem voru í boði. Við vorum reyndar með myndavél en henni var lagt á hilluna fyrir 9 til að það væru ekki of mikið af sönnunargögnum sem þyrfti að farga en æ það skiptir varla máli... Myndirnar voru flestar hvort eð er af Alexeinhverra hluta vegna en Æ vottever :p En stuð engu að síður þrátt fyrir að Ingunn hafi yfirgefið mig slippa og snauða!!! Ingunn, Þú færð ekkert í skóinn í nótt!!!
Mislukkuð afneitun
Ekki nema það að ég er búin að vera veik í þessari viku. En í ljósi þess að það er soldið stutt síðan ég var veik síðast þá er ég í afneitun. Mætti í vinnuna í dag hress og kát...eða þannig sko... og var e-ð að vera í heimsókn hjá einni alveg hreint yndislegri konu. Þangað til að ég kúgaðist svo skemmtilega að ég sá frammá að þurfa að skúra gólfið hjá henni. Ég átti að vera hjá henni til hádegis en fór kl 11 niðrí Aflagranada að sofa. Ég ætlaði að fara heim veik en það er ein kona eftir hádegi sem vill alltaf hafa allt svo hreint hjá sér og ég gat ekki gert henni það að þrífa ekki hjá henni svona eitt skipti fyrir páska. Þannig að mín harkaði þetta af sér en var samt stutt og var komin heim um fjögur leitið. Þar er ég búin að vera sjúskuð og skemmtileg síðan ég kom heim. Reyndar þá hresstist ég pínu við það að leggja mig í hádeginu. Ætti að gera það oftar.
Annars þá er ég með kenningu af hverju ég er búin að veikjast svona oft í vor. Málið er að það eru fullt af plágum búnar að vera að ganga og fólk fær náttla ekki allar plágur sem koma í bæjinn, en margir fá einhverjar og ég er nátturlega úti um allan bæ í vinnunni. Fer á fullt af heimilum og hef sennilega þannig náð mér í allan fjandan. Ég ætti að gera könnun í vinnunni um það hversu margir af starfsfólkinu hafa veikst oftar en einu sinni.
En hei! Ég er ekki eingöngu búin að vera veik síðan ég bloggaði seinast... ónei... Það
blogghæfa sem ég er búin að gera síðan ég bloggaði seinast er (ekki þó endilega í þessari röð): Vinna, skóli, Chicago, Djamm, Tha Passion, djamm og endalaust hang out með hinum og þessum! Aðallega Sæunni þó. Merkilegt hvað sambandið er orðið gott okkar á milli. Við vorum saman í MK og eftir skóla þá datt sambandið e-n vegin niður en það er semsagt á uppleið núna. Óvænt en ágætt =)
EN góðir Akureyringar....Farið nú að laga til, baka kökur og losa ykkur við sjálfstæðisflokkinn úr bæjarstjórn því að ÉG er á leiðinni!!!! Ykkur hlakkar til að sjá mig. Ég VEIT það! Endilega hafið samband við mig og látið mig vita hvernig snjóar í fjallinu. Seinustu fréttir hérna úr bænum eru þær að það sé ekki pláss fyrir skíðin í bílnum norður. Ég er búin að bjóðast til að festa þau á mig, festa skíðastafina við dráttarkúluna og teika norður en ef það skildi ekki ganga upp þá lýsi ég hérna eftir e-m á leiðinni norður til að taka með sér skíðin mín. Bæði göngu- og alpaskíðin. Takk takk :p
Til HAMINGJU Nína og Lázaro
Næsta mál á dagskrá er að Helvítið sem Nína og Lázaro voru að ganga í gegnum er senn á enda eins og öllum sem lesa bloggið hennar reglulega er kunnugt um. Börnin eru semsagt skrefinu nær að koma til landsins og ég vil færa Nínu og Lázaro hamingjukveðjur fyrir að halda sönsum þrátt fyrir að hafa allt á móti sér. Gott að þau fóru eftir mjög svo gagnlegu ráðleggingum mínum í máli þessu sem er sennilega ástæðan fyrir því að þau lifðu þessa erfiðu þolraun af (anda inn, anda út ... anda inn, anda út...)
Að lokum þá uppgötvaði ég hérna snilldarleik. Mæli með að þið kíkið á hann =)
Night of the zombie kittens