miðvikudagur, apríl 21, 2004

...


Fór til Nínu og Lázaro í hádeginu í dag. Vorum ekki búin að sitja að snæðingi lengi þegar ég uppgötvaði að ég átti að mæta til tannlæknis hálftíma áður. Ætli hann verði nokkuð reiður?
Var að lesa gestabókina mína (nokkrar færslur bæst við) Skildi ekki alveg þessa seinustu fyrr en ég klikkaði á vefsíðuna sem hún gaf upp. Sigrún að kvarta undan því að ég týndi e-m hlekkjum af síðunni hennar. Hvernig var það Sigrún, fundust þeir aftur? Ætli við þurfum að lýsa eftir þeim? :P Yfir og út....