Loksins... kvöldkólinn að verða búinn.... Bara prófin eftir. Getur ekki pasað betur, einn náungi í vinnunni sagði upp og ég komin í 100% vinnu. Ég sagði Unni eins og er, ég get alveg verið í 100% vinnu í prófunum. Það er ekki eins og þau skipti neinu gríðarlegu máli. Málið er bara að ég er komin í sömu vitleysu og vennjulega. Ég get ekki hætt!!! Ég er búin að lesa yfir alt námsefnið og gott betur. Svo er ég líka búin að vera að lesa fleira. Ég hef ekki við að lesa allt það sem fólk er að lána mér úr hinum og þessum áttum, veit hreinlega ekki af hverju ég þigg þetta allt saman. Svo er ég líka hér heima að lesa biblíuna, norræna goðafræði og gríska goðafræði samhliða. Ein kona búin að lofa að lána mér hómerskviðu ef hún finnur hana en annars þarf ég að fara á bókasafan. Merkileg kona, hún sjálf las hómerskviðu og ilionskviðu Á GRÍSKU!! Ég á ekki orð yfir þessu. Oh... Ég vildi óska að ég kynni grísku. Það yrði snilld. Annars þá kemst maður ekki upp með að lesa þessar goðarumsur án þess að vera með sagnfræðibækur sér við hlið líka. Það skiptir oft sköpum ef maður ætlar að skilja það sem er á bakvið ýmislegt. Það er reyndar ágætis uppflettirit sem að fylgir biblíunni en samt engan vegin nóg. Svo er líka gaman að sjá hvers lendir "heiðnu" konungarnir eru með því að þekkja bæði latnesku og egypsku goðafræðina á bak við guðina sem þeir dýrka. Ekkert smá fyndið, Þegar ég byrjaði að pæla í egypskri og grískri goðafræði þá hélt ég að það yrði eilífðarverkefni að komast yfir þetta allt. Núna þá er ég með þetta allt á hreinu og þetta er hreint ekkert flókið. Það sakar ekki að grísku og rómversku guðirnir eru þeir sömu ... Júpíter = Seifur, Venus = Afródíta o.s.frv. Í alvöru þetta er hrein snilld. Ég mæli með þessu. Svo á ég líka apókrýfu bækurnar. Ég hef ekki komist yfir að lesa þær allar en ég er í svo miklu stuði að það verður örugglega ekki lengi gert. Svo þarf ég endilega að komast yfir tómasarguðspjallið (guðspjallið sem mér skillst að hafi verið tekið út úr biblíunni út af e-u ... veit ekki hverju ... ætla að komast að því....)
Utan við þetta þá ætla ég að reyna að komast yfir Tortora bókina mína, Principles of human anatomy. Massíft rit en ég hef nátturlega lesið hana meira og minna áður og hef því ekki svo miklar áhyggjur af því. En síðan þá lofaði ég Elínu Pálmadóttur að lesa bókina hennar, soldið mér sjálfri að kenna.... Sagði að ég yrði að fara að lesa þessa bók v.þ.a. það væru allir að tala um hana. Hún bauðst til að lána mér hana :S Ég hlakka reyndar soldið til en bað hana samt að bíða fram yfir próf með það. Víst nóg að gera.
En það sem málið er ... Mig langar geðveikt í sumarskóla á framhaldsnámskeið í spænsku. OK ég veit að ég er búin að segja öllum að ég ætlaði ekki að fara nema Sæunn vinkona færi, en nú er komið í ljós að hún hefur ekki efni á því út af því að hún þurfti að borga viðhald á húsinu sínu. En málið er að mig langar samt. Ætti ég að fara? Mig langar geðveikt... málið er bara að það kostar 17.000 krónur. Og ég bý við sultaról nú þegar... En svo er náttla að koma sumar þannig að það ætti að lagast... hmmm... ætti ég að fara? Mig langar geðveikt....
Talandi um peningatjón.... Ég sótti um háskólastyrk hjá námsmannalínunni.... Allir að senda góða strauma til mín fram í byrjun júní.... OK?
Að lokum þá langar mig til að kvóta eina af betri setningum sem ég hef heyrt um dagana frá einum ónefndum aðila (Róald, frændi Nínu vinkonu):
Ég er farin að hallast að því að það séu fleiri snillingar í þessari fjölskyldu en bara Nína =)