mánudagur, júní 28, 2004

Lifandi


Já ég er víst lifandi þótt margt bendi til annars. Flest vita ástæðuna hvers vegna ekkert hefur heyrst frá mér nýlega þannig að ég ætla ekkert að fara út í það. Maður verður bara að halda áfram (þótt seint sé) og hér er ég komin aftur. Margt búið að gerast síðan ég bloggaði seinast og að vanda þá nenni ég ekki að skrifa það. Ég skal skrifa það sem er á döfinni.
Fyrst ber að hafa orð á því að sumarskólinn loksins að verða búinn. Lokaprófið á morgunn og þá er ég komin í frí frá skóla í heila tvo mánuði. Í staðin mun ég þó sennilega taka fleiri vaktir hjá RKÍ þannig að það verður nóg að gera að vanda.
4. júlí ætlum við (ég og þú) að fjölmenna á Metalica tónleika. Þeir verða á sunnudegi þannig að það verður sennilega ekkert partýstand eða neitt svoleiðis á eftir en ég hlakka mjög mikið til.
9 - 11 Júlí verður ættarmót á Hrafnagili (sem er rétt hjá Akureyri). Mun mjög líklega nota tækifærið og heilsa uppá sem flesta á Akureyri og í nærsveitum í leiðinni. Ég mun fara á mínum eigin bíl v.þ.a. Svanhvít vinkona ætlar að koma með mér í bæinn til baka. Við ætlum að skella okkur til Köben saman tveim dögum eftir að ég kem að norðan.
Þegar heim er komið frá köben, komum við aðeins við í Þóroddarkotinu til að henda inn draslinu og förum svo beint til Þorlákshafnar í Herjólf. Leiðin lyggur til eyja á þjóðhátíð, þar sem ákveðið hefur verið að hitta annað fólk og ætlum við að vera frá fimmtudeginum til þriðjudagsins (eins og við gerðum seinast þegar við fórum, í hittífyrra). Get vart beðið og vona að veðrið verði gott (Plíííííííís!)
Ekki örvænta þó, ég mun sennilega vera með gemmsan á mér allan tíman þannig að þið getið náð í mig hvenær sem ykkur henntar.

Annað mál er þó að ég var á blogginu hennar Önnu þar sem ég rakst á þetta. Maður er nátturlega fyrir lifandi löngu búin að læra á þessi persónuleikapróf þannig að ég valdi mér Freddy Krueger og svaraði prófinu með það til hliðsjónar, enda hefur kallinn alltaf verið í pínulitlu uppáhaldi hjá mér (æskuminningar sko)
=)


Who Would Slaughter You in a Horror Movie? Find out @ She's Crafty