miðvikudagur, júlí 28, 2004

Bömmer ársins

 
Hei já, komin heim í bili. Er að taka uppúr einni tösku og setja í aðra. Búin að kaupa "hressingu" í fríhöfninni og mun kaupa restina í eyjum (ef heimild leyfir) :s Er búin að pakka regnfötunnum þannig að þau verða neðst í töskunni (gaman) en á eftir allt hitt. Spurning um að drífa í þessu og tjilla síðan bara í kvöld með liðinu.
En hei... Ætti ég að fara á bílnum mínum út í Þorlákshöfn. uhm.. nei ég get það ekki. smá bömmer hérna sko. Fór með einn bíllykilinn út og týndi honum þar (sko.. í Köben) sem væri allt í lagi ef gamla settið hefði ekki týnt hinum lyklunum hérna heima. Ég á semsagt einn bíl en engan lykil! uhm... Vanntar einhvern Toyotu Corollu (árg 97)? Fæst fyrir slikk, reyndar ákveðnir fylgihlutir sem ... fylgja ekki með. Og þetta er ekkert lítið vandamál heldur sko. Þetta voru hvort tveggja bíllyklar á fjarstýringu af þjófavörninni og samlæsingunni. ÞANNIG AÐ.... Ég þarf að redda mér einhvern vegin nýjum lykli, eða nýjum sviss eða bara whatever OG nýrri þjófavörn því að þjófavörnin er ónýt! Oh... Vesen að eiga bíl, ANDSK!
Ojæja... Ég er farin til Eyja! Heyrumst á þriðjudaginn :p

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Seinasti dagurinn
 
Þá er ferðin hingað til Danaveldis á enda :'( Þess verður sárt saknað. Þetta eru nátturlega bara snilldar gestgjafar sem við höfum verið hjá og hafa þeir þökk fyrir (reyndar í bókstaflegri merkingu þegar við fórum í dag og keyptum handa væna flösku af bailes). Núna er bara verið að undirbúa seinustu kvöldmáltíðina og á morgunn förum við í flugvélina.
Btw, ég er búin að lofa fullt af fólki að norðan að tjalda í garðinum heima áður en við skellum okkur til eyja (ekki á morgunn heldur hinn!!!) Væri einhver til í að segja mömmu og pabba frá því áður en ég kem heim svo að þau geti fengið smá tíma til að jafna sig? Ég yrði voða þakklát :)

sunnudagur, júlí 25, 2004

Rigning i Hillerød

Jå ekki spyrjandi ad thvi. Sko... Eg ætladi aldrei aftur ad fara til Danmerkur vegna thess ad... lets face it... Ekkert spennandi. En EF einhvern timan yrdi farid til Dannmerkur, thå væri thad til ad sja Fredriksborg Castle. Og hann er i Hillerød, Thar sem ad eg er nuna. Og nuna er enhver ad hugsa: Og thå tharf hun aldrei aftur ad fara til Dannmerkur, en NEIIIIIIIIII ødru nær! Sko vid vorum ad djamma i gær og Fredriksborg Slot lokar kl 5. Vid vøknudum kl 2 (eins og vennjulega) og thad tok okkur 3 tima ad komast hingad (med øllu sko, fara å fætur, busta, taka einn stræto og eina lest o.s.frv.) Og vid komum å slaginu 5 i Frederiksborg slot. Hm... Hun litur mjøg vel ut ad utan :p
En HEI! Vid nådum giftshoppinu ådur en thad lokadi og eg gat bætt mer upp missinn med thvi ad kaupa postkort af Kirsten Munk med meiru, segul og, daddarammdadammm.... Raudvin med mynd af Frederiksborg slot.  Thad stendur til ad drekka thetta med einu manneskjunni sem eg veit ad kann ad meta thettad. Ingunn, Thu veist hvar eg å heima er thad ekki? ;) Hittumst thegar haustar!
Til stod ad kaupa bara tvær kippur af "mjolk" i frihøfninni til ad fara med til eyja en thad må vist vera med tvær kippur og ein lett thannig aaaaad.....
Annars var nu alveg komin timi til ad eitthvad herna gengi ekki alveg eins og i søgu. Thad er allt sem vid høfum gert herna buid ad ganga svooooo eins og smurt ad eg er farin ad hafa åhyggjur af thvi ad flugvelin okkar å leidinni heim eigi eftir ad hrapa eda eitthvad (eda Herjolfur ad farast).
Thad er reyndar eitt annad sem mer dettur i hug sem er kannski ekki alveg jåkvætt.... Vid heldum små party i gardinum vid husid sem vid buum i og VITI MENN..... Thangad koma moskito flugur sem eru ad leita i ljosid thegar ad nåttar, Eg er ekki med eitt bit og ekki tvø!!! Eg er utsteypt i moskitoflugnabitum! Eg var beinlinis Etin lifandi og OMG! hvad mig klæjar. Eg er buin ad vera dugleg ad klora mer ekki og allt thad, thannig ad loksins thegar eg fer ad klora mer... Thå er eg semsagt bara bugud manneskja! Høndla ekki meir! Thetta fer ørugglega ekkert å næstunni thannig ad eg get synt ykkur thetta thegar eg kem heim. Eg er doppott!! Eg kvidi mest fyrir ad hafa thetta i eyjum, Madur fer nattla mikid i sund å daginn thar og svona og thå verdur thetta åberandi thannig ad bara.... ANDSK! Og eg sem hugsadi, heima i Reykjavik, thegar eg var ad pakka: hm... å eg ad taka med mer mentol kremid mitt... Svo bara: Nei, piff, hvad å eg s.s. ad gera vid thad i Køben? :s Well Doiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Djamm og djus kvedjur frå Hillerød =)