mánudagur, ágúst 16, 2004

Eyjar

Nóg að gera hjá manni s.s. þannig að maður bloggar ekkert frekar en fyrri daginn. Einu skiptin sem maður nennir að blogga eitthvað er þegar það róast hjá manni og þá man maður ekkert hvað maður ætlaði að segja og útkoman lítur út eins og maður eigi sér ekkert líf og geri aldrei neitt. Málið með eyjar er að fæst af því sem þar fór fram er blogghæft, frásögu færandi er þó þegar ég var að reyna að ná tali af Bensa bróður en mundi ekki alveg hvort hann var Bensi Víðis, Bensi stóri eða Bensi beib (í símanm mínum sko) þannig að ég hringdi í alla.... Annars þá lærði ég nýtt drykkjuspil (og kunni ég nú þónokkur fyrir) og hitt fullt af fólki, auk þeirra sem voru með mér fyrir. Málið með eyjar að fólk verður bara að fara og prófa. Þetta er ólýsanleg lífsreynsla sem heldur manni lifandi fram að næstu verslunarmannahelgi.
Það sorglega við þetta var þó að Höddi (gaurinn sem að á heima í íbúðinni sem við vorum í) var á sjó. Þetta var ekki heilt án hans ég verð nú að segja. Vestmannaeyjingur - á Sjó! á þjóðhátíð! Þetta ætti að vera bannað með lögum! Annars þá er nú ekki sökum að spyrja af vestmannaeyjingum, Þú kynnist þeim á fylleríi og þeir bjóða þér í heimsókn daginn eftir. Nóg vorum við með af mat en það gekk ekkert á hann v.þ.a. við vorum alltaf í boði einhvers annars. Ber þar hæst að nefna lundan góða sem vestmanneyjingar eru svo frægir fyrir, og ekki að ástæðulausu. Ég hafði þá ekki smakkað lunda síðan þjóðhátíð 2002 og var því kominn tími til.

Sjóferð dauðans

Það eina sem mér dettur í hug að segja um ferðina út. OK ég var með sjóveikistöflur, og til vonar og vara þá tók ég tvær! en það virtist ekki duga til. Við vorum ekki bara með mótvind, heldur þá vorum við með 16 m/sek mótvind. Það var smá veðmál í gangi áður en við lögðum af stað hver yrði fyrstur til þess að kasta upp. Á tímabili þá var ég viss um að ég myndi tapa því en það slapp víst. Þakka ég þar slökunaræfingu og seint og síðarmeir áhrifum sjóveikistaflanna en ég mun hafa verið sú eina í mínum hópi sem ekki kastaði upp (og vorum við þó nokkur). En það þýðir þó ekki að ég hafi ekki verið að DEYJA framan af. Ónei, aldeilis ekki. reyndar eitt sem hafði áhrif þarna líka. Áður en við lögðum af stað þá ráðlagði maðirinn sem sat við hliðiná mér áður en báturinn lagði af stað að vera ekkert að standa upp. Sitja bara kyrr allan tíman því að þá "e-n vegin næði líkaminn ekki að missa eins mikið jafnvægið". Þessu hlýddi ég auðmjúk og æðrulaus og uppskar eftir því. Svo þakka ég líka áralangri þjálfun á slökunaræfingunni að ég varð ekki mikið vör við fólkið sem var ælandi allt í kringum mig en hluti af slökunaræfingunni er að útiloka annað hvort allt eða valda hluti í kringum sig. Því sat ég í 3 og 1/2 tíma í 16 m/sek, með lokuð augun, andaði inn um nefið, út um munninn og hlustaði á waterboy sem var verið að sýna í sjónvarpinu. Þakka mínum sæla að vera lifandi í dag. Sjóferðin til baka var víst e-ð krípí... Veiktist úti og var búin að taka e-r lyf og svo sjóveikistöflurinar. Mér fannst ég vera búin að sitja í ca 10 mínútur í bátnum þegar einhver potar í mig og segjir mér að við séum komin. Mitt svar var: "ha?! erum við lögð af stað?" Þetta er skrítið v.þ.a. að mér fannst ég ekki hafa sofnað eða neitt þ.u.l. Seinna var mér tjáð af nærstöddum að ég hafi setið alla leiðina (sem tók, að mér er sagt, 3 tíma (ekki mótvindur núna)) og verið með störu. Ekki veit ég hvað var í gangi þarna en hitt er annað að sjóferðir eiga ekki við mig og mun ég stilla þeim í hóf eins og hægt er það sem eftir er af þessari ævi.

Hraðlygin Sigrún

Já eitt af því sem ég hef lært þessa daganna, það er að ljúga allduglega og geri ég það með sóma (eða þannig sko...) Ber kannski helst að nefna sykursýkina sem ég er með. Málið er að nú er mín ofsa dugleg og hætt í öllu gosi og óþverra (þótt fyrr hefði verið) en málið er að það er nú ekkert skrítið að íslenska þjóðin sé heimsmetahafi í því sukki og óþverra með tilheyrandi offitu og brenndum tönnum. Því kynntist ég nú heldur betur þegar leið mín til ljóssins hófst. Alltaf þegar þú ferð í bónus þá er þetta allt í kringum þig! þú kemst ekki inn án þess að verða var við sætindi, hvað þá í gegn. En aftur á móti finnurðu grænmetisrekkanna í einhverju horninu (vel úr alfaraleið) ef þú leitar vel. Annað því tengt þá eru það tilboðin. Þið vitið, samlokutilboð, pítutilboð o.s.frv. Alltaf fylgir þeim: GOS! pepsi yfirleitt eða einhver álíka óþverri. OG viti menn.... Það er EKKI hægt að fá að sleppa því og fá e-ð sykurlaust í staðin og þá sjaldan það er hægt þá í mesta lagi pepsi max (ég veit, viðbjóður). Í stuttu máli þá þarftu að borga meira ef þú vilt hafa máltíðina hollari. Mín fann nú heldur betur ráð við því. Ég hef nokkru sinnum reynt að segja fólki að ég sé í megrun og hvort þau væru nú ekki til í að leifa mér að fá e-ð annað en sætt en árangurinn af því hefur verið misjafn. Því fékk ég þetta snilldarráð, ég segji fólki að ég sé sykursjúk og skammast yfir því henyksli að öllum skuli vera boðið uppá tilboð á meðan sykursjúkir séu sniðgengnir. Ég þarf yfirleitt ekki að segja meir því auðvitað er ekki nema sanngjant að sykursjúkir fá tilboðið á sama verði með sykurlausum drykk :p Hei! áður en þið farið að undirbúa málsókn þá vil ég bennda á það að gos í dag ER einn helsti sykursýkisvaldur í dag (típa 2 sem herjar á hinar vestrænu þjóðir (I WONDER WHY!)) Gífurleg fjölgun tilfella hefur verið undanfarin ár og er það rakið að miklu leiti til gosdrykkjaneyslu. Aha... sko... Þetta er bara hálf lygi... Eða í það minnsta hvít (eða e-ð svoleiðis).
Annað tilfelli um það hversu spillt ég er orðin, var þegar ég var í tax refund á Kastrup flugvelli á dögunum og með ófullnægjandi nótur fyrir þeim kvttunum sem ég hafði. Til að gera langa (lyga)sögu stutta þá var það ekki mér að kenna sko... Málið var að ég BAÐ um kvittun í búðinni en v.þ.a. engin af kvittununum var yfir 300 DKr þá hafði því verið hafnað þótt samanlagðar væru þær hærri. Konan sem aðstoðaði mig var mjög hneyksluð á þessari framkomu afgreiðslufólks danskra verslanna og hringdi fyrir mig í þær og skammaðist fyrir mig (alveg ótrúlegt hvað hún nennti að rífast fyrir ókunna manneskju). Þess má geta að á meðan hún stóð i þessu þá stal ég pennanum hennar (If youre going to hell anyway you might as well go in flames). En þetta hafðist og ég fékk virðisaukan endurgreiddan fyrir allar kvittanirnar =) stórgræddi á þessu :P
Kannski við þetta allt að bæta að á meðan ég var að þessu þá fór Svanhvít á klóstið þar sem hún fann yfirgefinn bakpoka (á Kastrup flugvelli sko). Mín gerði sig lítið fyrir, tók bakpokan og labbaði með hann í gegnum allt terminalið að bás sem á stóð information. Ég veit það ekki, ég býst við að hún hafi verið að leita að tapað fundið :p Ég þóttist ekki þekkja hana á þeirri stundu. Einn helsti munurinn á mér og Svanhvíti blessuninni er sá að þótt við séum báðar smá ljóskur þá viðurkenni ég það alla vega ;) Aðrir ættu að taka það til fyrirmyndar.