Lífið í Ungó
Það gekk svona ágætlega að koma sér fyrir. Ég massaði crash coarch-ið í ungversku á einhvern óskiljanlegan hátt (fékk 5 sem er það sama og 9-10 uppá íslenska mátan). Ég er orðin rétt mellufær í ungversku og vona að þetta dugi til þess að koma manni af stað í náminu.
Fyrsta ferðin til Budapest (fyrir utan þegar við lenntum) var ágæt. Versluðum aðallega og sátum á pöbbum (og fórum útað borða). Það er skemmst frá því að segja að ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að gista á eacy hotel um helgina. Kom uppá hótel eftir e-ð pöbbarölt kl 2 um nóttina og fór í sturtu. Nema hvað herbergið er ekki mikið stærra en rúmið og baðherbergið (tek það fram að nóttin kostar 2500 íslenskar). En málið með baðherbergið er samt það að til þess að fara inná bað þá er ein trappa upp. SEm væri allt í lagi ef hurðin væri einangruð. Klósettið er nefninlega ekki mikið stærra en klósettin í flugvélum (eacy hótel er í eigu eacy jet) og sturtan beinist að hurðinni. Þegar ég skellti mér í sturtu þá tók ég nú eftir því en mér datt ekki íhug annað en hurðin væri einangruð. Þannig að... Þegar ég stíg útúr sturtunni og útaf baðherberginu þá stíg ég í lítið stöðuvatn sem nær yfir allt herbergisgólfið. Þar sem það voru einungis 2 handklæði þá fór næsti klukkutíminn í að þurka gólfið (með því að vinda handklæðið alltaf ofaní sturtubotninn, ca 45 ferðir... Nakin!). Mjög gaman.
En jæja, dagurinn hafði verið langur og ég, orðin gersamlega örmagna legst útaf í rúmið guðslifandi fegin að geta loksins farið að sofa. Nema hvað... Ég var ekki búin að liggja í 5 mínútur þegar brunakerfið fer í gang. Og ég á fætur aftur, klæði mig þannig að ég er svona semi kristileg til fara (Hei.... Eldur, gott fólk, eldur!) og hleyp (ásamt öllum á hæðinni) að stigaganginum og býst til að bjarga lífi og limum úr þeirri vá sem bar að. Nema hvað.... Einhverjir afskaplega sniðugir verkfræðingar settu mótor í stigaganginn, sennilega til að reykræsta til þess að greiða leið flóttafólks bæri eld að. Þar sem að eacy er lággjaldaflugfélag þá hefur þeim dottið í hug að nota einhver afgangs flugvélahreyfil sem reykræstibúnað með tilheyrandi dómsdagslátum og flottheitum. Þannig að... Þegar við tókum okkur öll saman, þá tókst okkur að opna dyrnar að stigaganginum með herkjum. En þar sem að okkur mætti flugvélamótor þá eiginlega snerum við við, það voru allir að hugsa það sama: Það er kannski kveiknað í en þangað fer ég ekki! Þar sem ég er heilsteyptur og ábyrgur einstaklingur (og ekki síst eldhræddur) þá hafði ég nú byrjað á því að kynna mér ALLAR útgönguleiðir á hæðinni til þess að vera örugg um að komast lífs af ef eitthvað kæmi uppá. Þannig að þegar hinir hótelgestirnir lögðu árar í bát og álitu sem svo að dagar sínir væru taldir þá kom mín sko til bjargar... Fagmennskan uppmáluð segji ég hughreistandi en ákveðið: There is another way out! Upp hófust þvílík hlaup þvert yfir hæðina þar sem ég leiddi þennan fríða hóp sálna til frelsis (gott ef ég hafi ekki séð álíka atriði í die hard um daginn). Nema hvað... Á leiðinni þá kom starfsmaður hótelsins til okkar og tilkynnti okkur það að þetta hefði allt saman verið false alarm. Um hefði verið að ræða vatnsgufu frá sturtu á einu herberginu á hæðinni, herbergi 4.8 (herberginu mínu!)
Ég fór til Budapest með Ágústi og Ólínu seinustu helgi. Við tókum lestina kl 6 um morguninn (sem hefði verið ok ef það hevði ekki verið partý heima kvöldið áður). Ágúst og Ólína voru nebbla að fara í dagsferð, en ég helgarferð.
Þegar í Budapest var komið þá var byrjað á því að fá sér morgunmat á burger king (að sjálfsögðu) og síðan var skroppið uppá eacy hotel til þess að vekja Begga sem hafði verið þar um nóttina (veit ekki af hverju, var búin að segja honum að þetta er hótel sem er ekki 2500 króna virði). En eníveis... Við löbbuðum út um alla pest í 35 stiga hita. Sáum margt rosalega merkilegt (sem ég nenni ekki að fara nánar útí) og margt alveg rosalega frægt (sem ég man ekki hvað heitir). Við m.a. uppgötvuðum það að þegar ungverjar tala um heitt súkkulaði þá meina þeir HEITT SÚKKULAÐI! Og ekki spyrja af hverju við vorum að fá okkur heitt súkkulaði í þessum hita. Nb þá var ég orðin svo þyrst og uppgefin að ég lét hópinn föngulega gera samkomulag uppá það að næsta kaffihús sem við sægjum, það færum við inná. Þar sem allir hinir voru að ganga í sama hita og ég þá var það samþykkt. Nema hvað... Þegar við erum búin að ganga í ca 10 mín þá sjáum við kaffihús sem heitir hinu einfalda nafni Paris Budapest café. Hljómar ekki illa. Við skundum þangað inn. Það runnu pínulítið á okkur tvær grímur þegar á móti okkur tóku þjónar sem voru klæddir upp eins og flugfreyjur og vísuðu okkur til sætis. Síðan þá töluðu þeir líka nokkuð góða ensku sem er ekki normið í Ungverjalandi nema síður sé. Síðan fáum við drykkjarseðilinn... og dýrasta vatnið sem var hægt að fá kostaði ca 22.000 forintur (ca 11000 íslenskar krónur) 75 cl. En hei! það var útsýni yfir Lanchíd (fyrir þá sem vita hvað það er) og bæði Beggi og Ágúst stálu tautuskum af baðinu sem þeir vilja meina að hafi verið í kaupbæti (já, gott fólk, það voru ekki einnota þurrkur, það voru einnota tautuskur!). Mér var tjáð að næst þegar ég fengi hugmynd... þá væri svarið NEI!
Seinnipart dags fóru Ágúst og Ólína heim. Ég og Beggi fórum útað borða þar sem í raun var um kveðjuhóf að ræða því Beggi var að fara til Íslands og ég sé hann ekki næstu mánuði. Ég var orðin svo þreytt þegar þangað var komið að ég náði varla að njóta matarins. Borðaði og fór heim að sofa. Já, svo gisti ég hjá konu sem heitir Nelly og býr í Buda. Ég hef ekki orðið svoa þreytt síðan í New York í Maí. Ég meina.... maður leggst á rúmið og nær ekki að setja á sig sængina af því að maður sofnaði.
Daginn eftir fóru ég og Beggi á Bodies sýninguna sem var þá stgaðsett í Budapest. Ágætis sýning s.s. en kennski ekkert mikið að sjá fyrir mig né Begga. Þetta voru lík. Ekkert nýtt. Það var sagt að sýningin tæki 60 - 90 mínútur. Við fórum í gegn á 35. Það áhugaverðasta á sýningunni voru reyndar lungu úr manni sem hafði dáið úr tuberculosis (berklum). Það var geðveikt kúl. Síðan voru líka lungu úr reykingarmanni sem hafði dáið úr lungnacanser (og síðan var ruslatunna þar við hliðiná sem var full af ókláruðum sígarettupökkum sem fólk hafði hent frá sér. Það var geðveikt fyndið líka.
Ferðin heim var fín. Náði að lesa aðeins fyrir biostatistics í lestinni. Það er gaman í Budapest en það er líka gott að koma heim. Seinasta daginn var ég reyndar sokkalaus í strigaskónum mínum. Gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég fór úr þeim að ég hafði fengið blöðru á ristina. Skildi ekki í því, klæjaði eitthvað og var að klóra mér... og klóraði af mér blöðruna... Ááááái! Uppskar þetta líka fallega sár.