Á lífi (án spaugs)
Ég ákvað að nota tækifærið og blóka aðeins í tilefni að því að ég er að upploda nýjum myndum. Það er nátturlega bara það sama og alltaf. Of mikið að gera (reyndar svo mikið að ég má ekkert vera að því að skrifa um það).
Það helsta er e.t.v. það að ég er flutt frá Vezér Utca yfir á Hatvani Istvan. Það er miklu nær skólanum og í alla staði betri kostur fyrir mig (sjá: myndir).
Annars er það að frétta af mér í skólanum að ég er nátturlega með allt niðrum mig eins og vennjulega, hugsanlega eitthvað tengt því að ég eyði alltof miklum tíma í djamm, hang og að hoppa eins og skopparabolti fram og til baka á milli Budapest og Debrecen. Það stendur til að fara að velja annan hvorn staðinn og vera þar. Ég veit bara ekki alveg hvorn.
Jæja.... Búið í dag. Lifið heil.