Fyrir það fyrsta....Þá er ég í vinnunni núna (brjálað að gera sko) af því að helv....tölvudraslið heima er hrunið ;( Annars, í ljósi þess að ég er í þriðja stigs sálarkreppu eins og er, þá ákvað ég að reyna að gera eitthvað í mínum málum og skrá mig í stærðfræðiáfanga. Þetta er búið að vera mjög fínt og heldur mér í ákveðnu jafnvægi. Ég fór upp í Odda í gær (upp í Háskóla Íslands) og eyddi kvöldinu í að diffra (deilda/finna afleiðu falla) jöfnur með því að nota "skilgreiningaraðferðina" (skrefin þrjú (æji allt varðandi stærðfræði hefur mörg nöfn, þið fattið hvað ég meina)). Þetta er sennsagt eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár og smám saman þá færðist sálarró yfir líf mitt á ný.
Annars þá er ekki mikið af seinustu viku að segja....Ég reyndar man ekkert hvað gerðist fyrir uppstigningardag, en á uppstigningardag sjálfan (fimmtudag (held ég)) þá var ég búin að lofa Bryndísi vinkonu að vera með henni þann daginn. Í ljósi þess að Donata vinkona er að fara til BNA í þrjá fokking mánuði!!! þá var ákveðið að svíkja Bryndísi og eyða seinustu dögum Dónötu á Íslandi.....með Dónötu. Síðan lofaði ég Bryndísi að ég skildi bæta henni upp svikin um helgina. Á fimmtudeginum sennsagt fórum við ásamt Ericu niðrá Miklatún (túnið fyrir utan Kjarvalstaði) ásamt vænum hópi af fólki og grilluðum og fórum í blak. Eða eiginlega var það öfugt. Við fórum fyrst í blak og svo fengum við okkur pylsur =) Allt fór fram með spekkt (fyrir utan það sem gerði það ekki) og við áttum mjög góðan og sólríkan dag þarna á túninu. Þegar ég kom heim um kvöldið, kl ca 23 þá var ég alveg uppgefin. Mér leyfðist þó ekki sá munaður að fara að sofa því að Bensi var að bíða eftir Ragga og Sævari og ég varð [að sjálfsögðu] að halda honum félagsskap. Ég meina sko...þeir voru í Langa dalnum um 10 leitið og kommon!, hversu lengi er maður eiginlega að keyra frá Akureyri til Reykjavíkur?.....einmitt....! Kl 2 um nóttina þá birtast þeir inn um dyrnar og ég loksins farin að eyga þann möguleika að komast í háttinn. En hversu oft segir maður í sömu setningu, 'velkomin og góða nótt' Við kjöftuðum til 3 þá fór ég inn í herbergi mitt (komin aðeins nær rúminu) og náði að sofna um 4 leitið. =) ....KLUKKAN 5 þá vakti Alex mig til af því að hana vantaði að láta klappa sér. ANDSK.....Ekkert mál, en síðan hélt hún mér meira og minna vakandi til 8 og þá var kominn tími til að fara á fætur og taka vel á móti þessum yndislega degi (yeah right :þ ...) Ég rétt hafði það af í gegnum vinnuna, síðan þurfti ég að fara að leita að einni bók út um allan bæ (sem síðan kom í ljós að var ekki til) og hringja í Bryndísi og segja henni að ég gæti ekki hitt hana um helgina af því að ég sat uppi með Ragga og Sævar fram á sunnudag. Eftir það fór ég upp í Odda í smá stærðfræði til að róa taugarnar og síðan sóttu Raggi og Sævar mig og við fórum í Kringlubíó á 'bringing down the house' sem var náttla BARA SNILLD. Eftir bíó þá fórum við eitthvað á rúntin en Bensi saknaði okkar svo mikið að við eiginlega urðum að fara heim til að halda í höndina á honum. Eftir það þá vorum við bara að horfa á popp tíví og kjafta e-ð frameftir morgni.
Eftir stuttan, en góðan nætur (morgun) svefn þá ákváðu Ragnar og Sævar að fara til Keflavíkur á leikinn. Ég vona að þeir hafi skemmt sér vel. Eftir það, fórum við öll á Stælinn. Þar uppgötvuðum við að mér og Bensa var boðið í skýrnar og stúdentsveislu hjá Sirrý Kötu og Grétari. Við þutum þangað og Sævar og Raggi voru sendir í sund á meðan. Þau voru að skýra alvega ótrúlega fallegan strák Fannar Inga og hann bræddi mig alveg :) Alveg SVAGALEGA SÆDUR =) ...Allavega þar á eftir fórum við í keilu og pool (poolið er eitt af því sem ég á eftir að sakna hvað mest við hana Dónötu mína **sniff** ) ehemm....sennsagt, þegar ég segi öll, þá meina ég sko mig, Bensa, Ragnar og Sævar. Þegar ég og Bensi fengum leið á keiluhöllinni þá tókum við nýja bílinn hans Sævars, keyrðum upp í Engihjalla og sögðum öllum að þetta væri nýji bíllinn minn (as if). Það trúði því náttla enginn en Torfi kom með okkur til baka (Andri komst ekki með af því að það var ekki pláss í bílnum fyrir okkur öll). Eftir þetta fór öll runan upp í Austurgerði og við spiluðum pictunary e-ð fram eftir....sem síðan endaði með ósköpum en það er allt önnur saga. Ó..og svo horfðum við líka á nýji stíllinn keisarans sem er ARGASTA SNILLD, mæli með henni.
...eða þannig
Á Sunnudeginum lostnaði ég sennsagt við Ragnar og Sævar. Ég myndi segja að það væri léttir...en ég ætla ekki að segja það. Ég hlakka bara til að komast norður, ég segi það nú bara. En sennsagt, eftir strembinn sunnudag (og enn verri aðfararnótt mánudags) þá var komin vinnuvika aftur. OMG! Eftir vinnu þá VARÐ ég að fara heim og diffra pínu, þó ekki væri nema bara til að lifa daginn af. Um kvöldið fór ég síðan upp í Odda í meiri stærðfræði en passaði samt uppá að vera komin heim fyrir law & order. Þessi koktell bjargaði lífi mínu og lífslíkur mínar fram að næstu helgi jukust til muna. Þess má til gamans geta að það eru líka til klámsíður á netinnu fyrir okkur nördana. Mín uppáhaldsssíða er hér ... kemur mér alltaf til. Ég skal setja hana hérna á linkana hægra meigin þegar ég nenni. Fleiri stærðfræðisíður eru t.d. orðasafn íslenska stærðfræðifélagsins, en eins og flestir vita þá eru flestar calculus bækur á ensku og þetta gæti hjálpað eitthvað til. Annars þá er mesta snilldin hér. Eitt af þeim reiknum sem á eftir að bjarga heiminum þegar upp er staðið. Kíktu bara og þá sérðu hvað ég meina.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim