laugardagur, júlí 05, 2003

Rumble in the Jungle



TAKK ANNA =) Þú bjargaðir blogginu mínu. GÓ ANNA GÓ!!!

LOKSINS LOKSINS. Ég er núna að gera ekki neitt. Það er búið að standa til hjá mér í þónokkurn tíma en hefur einhvern vegin alltaf mislukkast. Það kemur alltaf eitthvað uppá (síminn/dyrabjallan). Ég skreið upp í rúm áðan um fimmleitið og sofnaði.... ÉG!!! að sofa á daginn! Það er eitthvað sem ég hef ekki prófað síðan ég var unglingur. Mjög notalegt. Ég átti það skilið eftir amstur síðasta misseiris. Ég dugleg =)

Kanntu brauð að baka.....



Já ég og Andri tókum okkur til og bökuðum köku heima hjá ömmu í gær (eða sko....ég bakaði og Andri var fyrir mér). Það var MJÖG....uhm...áhugavert. Þetta hófst þannig að það var ekkert að gera hjá honum Andra mínum í vinnunni. Mamma var í brjáluðu skapi heima í gær þannig að ég fór ekki þangað heldur uppí KT. Þar sátu ég og Andri í bílnum mínum í hálftíma og....gerðum ekki neitt í sameinungu, afar uppbyggilegt, en hvað um það. síðan þá hringdum við í Torfa og vorum eitthvað að bögga hann. Gott ef það hafi ekki verið hann sem stakk uppá kökunni þegar við kvörtuðum yfir að hafa ekkert að gera. En hvað um það (líka). Málið hófst sennsagt á því að Andri skrapp útí búð að kaupa kakó og flórsykur á meðan ég týndi til restina af hráefninu útúr skápunum hennar ömmu. Ákveðið hafði verið að gera súkkulaðiköku (eða sko....Torfi sagði okkur að gera það og við hlýddum) þannig að ég tók tvö hringlaga form til að geta bakað báðar hæðirnar í einu. Síðan átti að vera súkkulaði á milli og ofan á. Ég var ekki með neina uppskrift þannig að ég tók þetta bara svona eftir höfðinu. Uppskriftin er sem hér segir:

Súkkulaðikaka

2 egg
slurk af sykri
ca 50 g smjörlíki (brætt í örbylgjuofni)
slurk af hveiti
slatta af kakói
smá sódi
ÖRLÍTIÐ af vanilludropum
smá lyftiduft
? AB mjólk

Mjólkursúkkulaði (mjög hentugt þegar fólk getur ekki komið sér saman um hvernig súkkulaði skildi nota)

Einn pakki flórsykur
slatti kakó
slatti mjólk

Bakast á ca 175 og ég gleymdi að taka tíman hvað hún var lengi (skipti ekki máli fyrirfram vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um hvað hún ÁTTI að vera lengi, þá verður maður bara að vera duglegur að fylgjast með)

Aðferð:

1) Setjið ofninn á ca 175 °C en í staðinn fyrir að setja á blástur, setjið viftuna í gang í (óvart) þannig að ofninn hitni ekki. Brjótið eggin í bolla, eitt í einu. Týnið skurnina úr bollanum áður en þið setjið þau í hrærivélarskálina. Setjið slurk af sykri og byrjið að þeyta. Þið getið notað tvær aðferðir við að þeyta. Annars vegar þar sem þið þeytið sjálf og bræðið síðan smjörlíkið í örbylgjuofninum og blandið því við eggin og klárið síðan að þeyta. Hinns vegar getið þið látið Andra gera þetta fyrir ykkur og þá sleppir hann skálinni af því að honum finnst svo gaman að láta hana snúast í hringi. Seinni aðferðin hefur engin áhrif á kökuna sem slíka en þið þurfið að þrífa borðið, gólfið, vegginn og örbylgjuofninn eftirá.
2) Setjið restina af þurrefnunum útí nema gleymið lyftiduftinu og setjið of lítið kakó. bætið því síðan lyftiduftinu í eftirá og þynnið með AB mjólk.
3) smyrjið kökuformin og setjið síðan degið í. Uppgötvið mistökin sem þið gerðuð með ofnin og setjið á blástur. Uppgötvið að þið hafið búið til alltof lítið deig þannig að þið fyllið bara annað formið og endurtakið síðan skref 1 - 3. Gerið allt eins nema hafið meira kakó í seinni kökunni þannig að hún verður helmingi dekkri en sú fyrri. þegar þið eruð búin með seinna deigið þá er ofninn orðinn heitur og þið setjið báðar kökurnar inn í einu. Fylgist með þeim til að taka þær út á réttum tíma.
4) Búið til of mikið súkkulaði (án spaugs) og setjið bæði á milli og ofan á (MIIIIIKIÐ). borðið það sem afgangs er uppúr skálinni með skeið og verið í sykursjokki það sem eftir er dags. Stráið pínulítið af kökuskrauti ofan á kökuna. Berist fram með mjólk.

Afi gaf mér 10 fyrir kökuna en amma kvartaði soldið yfir því hvað hún væri sæt (HVAÐ MEINAR HÚN?!!!). En svona án spaugs þá var þessi kaka argasta snilld og ég er að spá í að leggja uppskriftina á minnið og gera hana aftur einhvern tíman. Eins og Andri sagði, pant koma í afmæli til þín =)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim