miðvikudagur, maí 19, 2004

Sorglegt!!!


það boðar ekki gott þegar ÉG er orðin duglegasti bloggarinn í hringnum. Það eitt bendir til þess að þessi blogghringur er orðinn LÉLEGUR! Það eina sem hefur gesrst síðan ég bloggaði seinast er að ég uppgötvaði að ég þarf ekki að mæta í vinnuna á morgunn. Það er nefninlega næstum því föstudagur (eða sko .. Ef það væri laugardagur á morgunn þá væri föstudagur í dag) Og svo átti ég að mæta á fund hjá RKÍ en missti af honum af því að ég fór niðrí Fákafen en fundurinn var niðrá Tjarnagötu :p Ojæja....

Yawn ...


Ég fór hér örstuttan blogghring en í ljósi þess að það er enginn búin að blogga lengi lengi lengi þá tók það mjög fljótt fyrir sig. (stoppaði í 2 og 1/2 sekúndu á hverjum stað að meðaltali ... Sem er VEL undir meðaltali... hm... ) jæja. Ég á hérna ættingja sem hafa unnið sér inn þann heiður að fá að verma sæti á blogglistanum mínum. Til hamingju ættingjar.

Annars er langt síðan að ég bloggaði seinast að vanda og heilmikið gerst síðan en það er bara svo mikið að ég nenni ekki að skrifa það. Margt af því tengist líka öðrum bloggurum þannig að þið getið lesið um það hjá þeim. Vel kannski eitt og eitt... Hm.. Ætli beri þá ekki hæst Metallica röðin fræga. .. Hún var löng en ég fékk miða. Það var reyndar mjög skemmtilegt í henni þessa einungis sex klukkutíma sem ég var það (margir voru þarna í rúman sólahring) Mikið af fólki sem hafði akkúratt EKKERT betra að gera en að kjafta við mann. Þessitr sex klukkutímar voru alls ekki svo lengi að líða. En ég segji eins og Bensi V: Kannski kemmst ég í A svæði ... Gæti gerst.
Talandi um ÓTRÚLEGA heppni... Mæja fékk BAKSVIÐSPASSA!!!! Það verður ekki HÆGT að umgangast hana eftir þetta. Ég ætla að fara og fremja sjálfsmorð þegar ég er búin að blogga! P.s. Mæja ég HATA þig!!!!

Hei... Og svo er bíllinn minn bilaður!!! E-ð að rafmagninu ... Búinn að vera rafmagnslaus í tvo daga (bensínsparnaður). Mjög líklega tengist þetta Græjunum, kveikjaranum og/eða þjófavörninni! Torfi, youre up!