eða e-ð svoleiðis. Smá róleg stund hérna milli stríða, höfum verið á flakki út um allt allan tíman (og þegar ég segji allan tíman þá er ég samt ekki að meina fyrir hádegi). Vorum í svona ekta, afar blogghæfri túrhestaferð í dag í Kristjánsborgarhöll. Svo var farið og eytt meiri peningum og erum við tiltölulega nýkomnar heim og erum bara að tjilla og fara í sturtu og e-ð þ.u.l.
Morgunndagurinn verður farið í Carlsberg verksmiðjuna og þaðan held ég bara beint á djammið (segji samt ekki meir um það).
Ég vil annars lýsa yfir mikilli undrun og reiði yfir því að það hefur engin haft samband við mig uppá að leggja inná mig! Þetta er nátturlega bara fyrir neðan allar hellur og legg ég til að þið takið ykkur á! Já skamm bara! piff...
Anna=) Uppáhaldið mitt! Það fór póstkort til Íslands, til þín í dag og já! þau voru fleiri en eitt =) Þeir sem kvitta í gestabókina mína fá sko allt sem þau vilja ;) ... Sko ... Ef þau heita Anna Laufey ;) ... Og eru uppáhaldið mitt =)
Að lokum vil ég biðja um ráðleggingar, hvernig hægt er að smigla dóti (þó aðallega fötum) frammhjá vikt þegar maður tékkar sig inn í flugvél. Og ef það gengur ekki, Hvað á maður þá að segja við viðkomandi starfsmann til að fá hann til að slá af yfirviktinni?
Til stendur að klæða sig í sem mest og troða e-u ofan í "fríhafnarpoka" en betur (já! MUN betur) má, ef duga skal! Auka kílóið kostar 500 krónur og ég held að ég sé með einhverja tugi! Já lesendur góðir, þið lásuð rétt :S Hjálp!!!
Yfir og út...