miðvikudagur, júlí 09, 2003

Ég á enga vini :'(



Sko....Ég verð nú aðeins að fá að fá útrás fyrir hvað þessir sárafáu vinir sem ég á eru ekki vinir mínir. Málið var það að mig langar alveg GEÐVEIKT til að sjá 2fast2furious í bíó. Held að þetta sé alveg þrælmögnuð mynd. En e-a hluta vegna þá langar engum til að sjá hana (að Torfa undanskildum sem fór á hana án mín). Sko...ÉG fer stundum á myndir sem MIG langar kannski ekkert sérlega til að sjá en geri það samt bara af því að ég er svo góður vinur. Af hverju gerir það enginn fyrir mig? (Þeir taka þetta til sín sem eiga það). En hvað sem því líður, þá er eini vinur minn sem mér loksins tókst að fá til að koma með mér á þessa GOD FORSAKEN MYND (með smá plokki og handasnúningum) veikur heima....Eða hei....ætli hann sé í alvöru veikur? hm...Ég ætti kannski að heimsækja hann. En já, Ég og Jói ætluðum loksins að fara að sjá 2fast2furious. Ég var búin að hlakka til alla vikuna (þ.e. í gær, mánudag, og það sem af er af þessum þriðjudegi) en Neeeeeeei, þá veikist Jói. Ég hef oft sagt það og segi það enn, Hann Jói minn er sjúskaður :þ

Það er leikur að læra



Svo myndu kannski einhverjir benda á það að ég gæti nýtt þennan frítíma minn (sem fer í félagslífið hjá vennjulegu fólki) til að reyna að halda áfram e-ð í efnafræði. Ég er með miklu braski og erfiði komin niður á bls 13, Hvort eða hvenær ég kemmst e-n tíman á bls 14 er hulin ráðgáta. Ég er sennsagt að þessu vegna þess að ég er orðin verulega hrædd við hjúkrunarfræðina, Í ljósi þess að ég á ENGA vini þá er náttla engin sem vill skrifa uppá námslánin mín og þar af leiðandi verð ég að vinna með skóla. Kommon, hvaða hálfviti heldur að hann geti unnið með skóla á fyrstu önn í hjúkrunarfræði og náð klásusnum. uhm...ÉG, Annars þá auglýsi ég hér með eftir einhverjum sem vill skrifa uppá námslánin mín, sem geta orðið að hámarki 6 millur. Býður sig einhver fram?

Annars þá getur stundum verið björt hlið á að vera vinalaus, EIN OG YFIRGEFIN úti í horni með of mikinn frítíma. Maður eyðir svo miklum tíma í að ráfa um stræti og torg að stundum þá dettur maður um mestu snilld. Ég fann alveg snilldarleik sem allir ættu að prófa. Reyndar, þá ættu að vera haldin heimsmeistaramót í þessum leik. ég sé alveg fyrir mér sponsorana, íþróttavellina og íþróttamannagrúppíurnar sem eiga eftir að fylgja þessum leik. Endilega prófaðu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim