fimmtudagur, júlí 24, 2003

Sælir eru stuttorðir...
...Því þeir eru fljótari að blogga


Ég var að kvarta við Nínu vinkonu um daginn yfir því að hún væri ekki búin að blogga. Þá fór hún að tala um að henni fyndist stundum dálítið yfirþyrmandi að blogga, þ.e. hún er með svo mikla ritmaníu, sem lýsir sér þannig að það tekur alltaf svo langan tíma að blogga sem aftur leiðir af sér að hún miklar það stundum fyrir sér að "þurfa" að fara að blogga. Ó hvað ég skil hana vel.

Hraðbankahremmingar



Ok það er nú alveg á mörkunum að ég þori að setja þetta á almennt blogg. En þar sem að ég veit að það les engin bloggið mitt nema bara Kata og kannski einhverjir tveir aðrir, þá held ég að það sé óhætt. Og Kata, þú segjir engum!
Málið var sennsagt að núna á mánudaginn þá fór ég í hraðbanka til að taka út 5000 krónur til að lána mömmu. Þegar ég var búin með rútínuna...pin, upphæð o.s.frv. þá tók ég kvittunina og kortið og labbað svo út. Já ég gleymdi helv...peningnum. Það var síðan maður fyrir aftan mig sem gerði sér það gott. Var ekkert að láta mig vita og tók peninginn. Þegar ég uppgötvaði þennan ævintýralega sauðshátt hjá mér þá fékk ég nátturlega sjokk. ÉG Á EKKI KRÓNU!!!! En síðan hugsaði ég bara ójæja, það er dýrt að vera utan við sig en þetta eru jú bara peningar og ekki þess virði að líða illa yfir. Ég prófaði nú samt að tala við bankan án þess að gera mér vonir um eitt né neitt. Ég meina, ef eitthvað væri hægt að gera þá væri það fínt en annars þá á maður bara að læra af mistökum sínum og move on. En allavega, þá tjáðu þeir mér það að það er nú þjófnaður að taka peninga útúr hraðbanka sem einhver hefur gleymt (það kom mér soldið á óvart þegar mér var tjáð að þetta er ekkert svo sjaldgæft (kommon, hversu HEIMSKT getur fólk orðið))...ANYWAY'S... Öryggismyndavélin var skoðuð og borið kensl á manninn. Síðan átti að fara að setja lögregluna í málið. Mér leið nú soldið illa yfir því að hafa komið manninum í vandræði en annars þá má nátturlega líta á þetta þannig að ég BAÐ hann aldrei um að taka peninginn. Ef hann hefði látið peninginn í friði þá hefði hraðbankinn gleypt hann aftur ég ég fengið hann endurgreiddan. En hvað um það. Í dag fékk ég síðan nokkuð undarlegt símtal frá bankanum. Þeir ætla að endurgreiða mér fimmþúsundkallinn til að "eiga ekki á hættu að missa viðskiptin frá kallinum (þjófinum)". Mér þótti þetta nú nokkuð undarlegt en ef þeir vilja hafa það þannig að þá meiga þeir það mín vegna. Ok ég geri mér alveg grein fyrir því að 5000 krónur fyrir banka er dropi í hafið og þeir græða MUN meira en 5000 krónur af þessum manni á ári en svo. En einhverra hluta vegna finnst mér það ekki nógu góð ástæða til að "gefa honum peninginn". Ég meina, ekki myndi ég vilja vera í vilskiptum við þjóf. Horfir nátturlega öðru vísi með bankastofnannir augljóslega....en samt...Creepy!
DaginN eftir þá fór ég á KFC pantaði fjölskyldupakka fyrir fjölskylduna (DÖH!) Ég keypti gos með pakkanum (og borgaði fyrir það) en gleymdi því síðan. Þegar ég kom heim og uppgötvaði mistökin þá spurði pabbi mig hvort að það væri ekki Í LAGI MEÐ MIG (með ásökunartón sko). Ég sagðist nátturlega ekkert vita neitt um það. Ég bý bara hérna :þ

En annars þá er ég með Kötu á msn og hún bíður eftir blogginu þannig að ég ætla að fara að drífa mig að pósta til að hún þurfi ekki að hanga á netinu í allan dag =) Vek annars athygli á því að ég ætla að skipta út púlinu =)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim