fimmtudagur, júlí 10, 2003

Kaffi, kaffi og kaaaaaaffiOK ég er sennsagt í bestu vinnu í heim (ætli ég hafi ekki sagt þetta áður) Ég sennsagt vinn við að sitja og drekka kaffi (nánast). Suma daga geri ég meira af því en aðra og í dag er ég örugglega (í heildina) búin að drekka heila könnu (án spaugs). Ég bað líka mömmu um að taka mig niður ef ég skildi fara að klifra í gluggatjöldum. Ég er BÓKSTAFLEGA skjálfhent. Ég þakka Guði fyrir það að ég er að fara í blak núna með góðra vina hópi, veit ekki alveg hvað ég ætti annars að gera við alla þessa orku. Hei!!!! OH....Kisa, héddna....Verð að fara.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim